Ferill 582. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 979  —  582. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um orkuskipti og samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.

Frá Guðmundi Andra Thorssyni.


     1.      Hversu miklum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda skila markmið um 10% hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í haftengdri starfsemi árið 2030, sbr. aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018–2030 og þingsályktun um aðgerðaáætlun um orkuskipti, nr. 18/146, frá 31. maí 2017, borið saman við samsvarandi losun árið 2005?
     2.      Hver verða áhrif aðgerðaáætlunar um orkuskipti í samgöngum á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, sbr. lið C.6 í þingsályktun nr. 18/146?
     3.      Er skýrslan Aðgerðaáætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum – með áherslu á raftengingar til skipa í höfn, sem Nýorka og Hafið unnu og gáfu út í nóvember 2018, liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum?


Skriflegt svar óskast.