Ferill 596. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 997  —  596. mál.




Fyrirspurn


til forseta Alþingis um eftirlit með sérfræðikostnaði þingmanna utan þingflokka.

Frá Smára McCarthy.


    Hvernig er eftirliti háttað með fjárreiðum sérfræðiaðstoðar þingmanna sem standa utan þingflokka og eru af þeim sökum ekki hluti af samstæðureikningi stjórnmálasamtaka?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006, skulu stjórnmálasamtök halda samstæðureikning fyrir allar einingar sem undir þau falla, svo sem sérsambönd, kjördæmisráð, eignarhaldsfélög og tengdar sjálfseignarstofnanir. Undir þessa samstæðureikninga falla fjármál þingflokka á Alþingi, þ.m.t. fjármagn til sérfræðiaðstoðar þingflokka. Engin ákvæði er að finna í lögunum um eftirlit með fjármunum sem fara frá ríki til þeirra þingmanna sem ekki teljast til þingflokka á Alþingi.