Ferill 599. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1000  —  599. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um kolefnisspor matvæla.

Frá Ólafi Þór Gunnarssyni.


     1.      Eru uppi áform hjá ráðherra, til að mynda í samvinnu við umhverfis- og auðlindaráðherra, að krefjast þess eða mælast til þess við framleiðendur matvæla að kolefnisspors matvæla sé getið í verslunum og á veitingastöðum?
     2.      Hefur verið kannað hversu mikill kostnaður hlytist af slíkri aðgerð?
     3.      Er ráðherra kunnugt um að verið sé að skoða sambærilegar aðgerðir í nágrannalöndum?


Skriflegt svar óskast.