Ferill 606. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1007  —  606. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um aldraða sem dveljast á Landspítalanum.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hve margir aldraðir dveljast á Landspítalanum og bíða eftir vist á hjúkrunarheimili eða öðru úrræði?
     2.      Hver er nýting legurýma á Landspítalanum?
     3.      Hve hátt hlutfall þeirra sem eru í legurými á Landspítalanum eru eldri borgarar sem bíða eftir vist á hjúkrunarheimili eða öðru úrræði?
     4.      Hvert er meðaltal daglegs kostnaðar ríkissjóðs af að hýsa og annast um eldri borgara sem dveljast á hjúkrunarheimili?
     5.      Hvert er meðaltal daglegs kostnaðar ríkissjóðs af að hýsa og annast um eldri borgara sem dveljast á Landspítalanum?


Skriflegt svar óskast.