Ferill 611. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1012  —  611. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um hvali.

Frá Guðmundi Andra Thorssyni.


     1.      Telur ráðherra það verjandi að heimilaðar hafi verið veiðar á 209 langreyðum og 217 hrefnum í ljósi þeirra upplýsinga frá Hafrannsóknastofnun að hrefnu hafi fækkað mikið á grunnsævi við Ísland frá síðustu aldamótum?
     2.      Telur ráðherra ástæðu til þess að skoða breytingar á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum þannig að hvalir falli þar einnig undir?