Ferill 361. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1056  —  361. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Karli Gauta Hjaltasyni fjölda starfsmanna sem vinna við gerð lagafrumvarpa.


     1.     Hversu margir starfsmenn, skipt niður á störf lögfræðinga og annarra, vinna að undirbúningi, samningu, yfirlestri og frágangi lagafrumvarpa í ráðuneytinu? Þess er óskað að tilgreint verði starfshlutfall við verkefnið ef ekki er um fullt starf að ræða.
    Í mennta- og menningarmálaráðuneyti skiptist undirbúningur lagafrumvarpa á milli sérfræðinga sem starfa á fagskrifstofum ráðuneytisins, þ.e. skrifstofu menningarmála og skrifstofu mennta- og vísindamála, og lögfræðinga sem starfa á skrifstofu laga- og stjórnsýslu. Í nokkrum tilvikum byggist undirbúningur lagafrumvarpa á tillögum ráðherraskipaðra nefnda sem hefur verið falið að endurskoða löggjöf eða undirbúa nýja löggjöf á tilteknu málefnasviði. Telja má að undirbúningur lagafrumvarpa samsvari u.þ.b. hálfu stöðugildi sérfræðings á hvorri fagskrifstofu ráðuneytisins um sig, þ.e. samanlagt eitt stöðugildi sérfræðings.
    Á skrifstofu laga og stjórnsýslu starfa þrír lögfræðingar, auk sérfræðings í fjölmiðlamálum og nemur samanlagt vinnuframlag þeirra að undirbúningi þingmála u.þ.b. tveimur stöðugildum.
    Ritari á skrifstofu laga og stjórnsýslu kemur að undirbúningi þingmála með samskiptum við fjármála- og efnahagsráðuneyti og forsætisráðuneyti vegna yfirlesturs þingmála, auk undirbúnings mála fyrir ríkisráðsfundi og samskipta við skrifstofu forseta Alþingis við framlagningu þingmála og prentunar frumvarpa til útbýtingar á Alþingi.
    Á skrifstofu stefnumótunar og fjárlagagerðar í mennta- og menningarmálaráðuneyti starfa sérfræðingar sem leggja mat á áhrif lagafrumvarps. Einkum er um að ræða mat á fjárhags- og jafnréttisáhrifum. Áætlað er að vinnuframlag vegna þessa nemi um 20 hundraðshlutum af fullu stöðugildi.
    Í ráðuneytinu starfar sem stendur enginn prófarkalesari sem les yfir lagafrumvörp.

    2.     Í hversu miklum mæli byggist vinna við gerð lagafrumvarpa á vegum ráðuneytisins á aðkeyptri vinnu utanaðkomandi sérfræðinga?
    Ráðuneytið hefur á undanförnum árum einkum fengið aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga þegar um hefur verið að ræða frumvörp sem varða stjórnsýslu sveitarfélaga, ríkisstyrki, málefni fjölmiðla, höfundarétt og vísindamálefni.
     3.     Hversu mikið greiddi ráðuneytið árlega árin 2008–2017 fyrir vinnu utanaðkomandi sérfræðinga við gerð lagafrumvarpa?

Heiti frumvarps Aðkeypt vinna
Frumvarp til laga um opinbera háskóla, nr. 85/2008 273.900
Frumvarp til laga um leikskóla, nr. 90/2008 231.348
Frumvarp til laga um grunnskóla, nr. 91/2008 79.680
Frumvarp til laga um listamannalaun, nr. 57/2009 93.998
Frumvarp til laga um breytingar á höfundalögum, nr. 73/1972, nr. 93/2010 321.843
Frumvarp til laga um fjölmiðla, nr. 38/2011 523.841
Frumvarp til laga um menningarminjar, nr. 80/2012 91.200
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla, breytingalög nr. 54/2013 2.044.585
Frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna 1.437.909
Frumvarp til laga um Menntamálastofnun, nr. 91/2015 193.900
Frumvarp til breytinga á höfundalögum, breytingalög nr. 109/2016, 11/2016, 10/2016 og 9/2016 874.880
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, breytingalög nr. 76/2016 1.890.000
Frumvarp til laga um miðastyrki vegna kvikmyndasýninga, nr. 14/2016 396.563
Frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna, breytingalög, nr. 39/2017 303.750
Frumvarp til laga um breytingu á kvikmyndalögum, nr. 2018/ 364.500
Frumvarp til laga um sameiginlega umsýslu höfundaréttar og netafnot tónlistar yfir landamæri 800.000
Frumvörp um upplýsinga og tjáningarfrelsi – IMMI 606.631
Samtals kr. 10.528.528