Ferill 737. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1165  —  737. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um flutning heilbrigðisþjónustu frá einkaaðilum til opinberra aðila.

Frá Þorsteini Víglundssyni.


     1.      Hvaða þjónusta, önnur en meðferðarúrræði fyrir unga fíkla, sjúkraflutningar, krabbameinsskimun og Karitas, hefur verið færð eða stendur til að færa frá einkaaðilum til opinberra aðila?
     2.      Hvaða kostnaðargreining lá að baki tilfærslu umræddra verkefna til ríkisins, að þeim meðtöldum sem voru nefnd í 1. tölul.?
     3.      Hvert var markmiðið með flutningi þjónustunnar?


Skriflegt svar óskast.