Ferill 624. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1204  —  624. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um áskrift að dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum er atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og stofnanir og aðrir aðilar sem heyra undir ráðherra í áskrift að?
     2.      Hversu margar áskriftir eru að hverjum miðli?
     3.      Hver er heildarfjárhæð áskriftar á ári fyrir hvern miðil?

    Svör við 1.–3. lið eru sýnd í einni töflu til hægðarauka. Um er að ræða svör frá viðkomandi stofnunum sem ráðuneytið hafði milligöngu um að afla. Kostnaður á ári miðast við árið 2018.

Heiti Fjöldi eintaka Kostnaður á ári
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Morgunblaðið 3 (var 5 fram eftir ári 2018) 349.000
Fréttablaðið 1 (var 4 fram eftir ári 2018) 92.780
DV 3 109.110
Bændablaðið 3 31.500
Stundin (vefáskrift) 6 17.430
Stjórnmál (HÍ gefur út) 1 5.800
HA, tímarit um hönnun 7 48.840
Viðskiptablaðið/Fiskifréttir 4 175.602
Tímarit lögfræðinga 1 7.937
Úlfljótur 1 5.500
Fiskeribladed, vefútgáfa 1 82.008
Sjónvarp Símans 1 107.108
Fiskistofa
Morgunblaðið 1 89.038
DV 1 35.880
Viðskiptablaðið/Fiskifréttir 3 161.838
Bændablaðið 2 21.000
Hafrannsóknastofnun
Morgunblaðið 1 90.960
Viðskiptablaðið/Fiskifréttir 7 354.312
Bændablaðið 1 10.500
Ægir 1 32.200
Erlendir tímaritabankar 1 461.362
Skessuhorn 1 20.268
Matvælastofnun
Morgunblaðið 2 175.915
Bændablaðið 5 0
Viðskiptablaðið 1 19.425
Vikudagur 1 10.470
Sjónvarp Símans 1 68.850