Ferill 842. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1338  —  842. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um lánafyrirgreiðslur fjármálastofnana.

Frá Njáli Trausta Friðbertssyni.


     1.      Hver eru heildarútlán íslenskra fjármálastofnana til fasteignafélaga og hvernig hafa þau þróast frá árinu 2010? Eru til gögn um hversu stór hluti lánafyrirgreiðslu fjármálastofnana (fyrirtækja) til fasteignafélaga tengist ferðaþjónustu?
     2.      Hver eru heildarútlán fjármálastofnana til orkufyrirtækja og hvernig hafa þau þróast frá árinu 2010?
     3.      Hver eru heildarútlán fjármálastofnana til sjávarútvegsfyrirtækja (útgerðar og vinnslu) og hvernig hafa þau þróast frá árinu 2010?
     4.      Hver eru heildarútlán fjármálastofnana til flugfélaga (flugrekstraraðila) og hvernig hafa þau þróast frá árinu 2010?
     5.      Hvernig hafa vanskil eldri en 90 daga þróast frá árinu 2010 í framantöldum atvinnugreinum? Óskað er eftir sundurgreiningu í milljörðum króna og svo sem hlutfall af heildarútlánum.


Skriflegt svar óskast.