Ferill 854. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1355  —  854. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um hlutverk fjölmiðlanefndar.

Frá Kolbeini Óttarssyni Proppé.


     1.      Telur ráðherra að nýleg álit fjölmiðlanefndar nr. 1/2019 og 2/2019 vegna kvartana sem byggjast á 26. gr. laga um fjölmiðla, nr. 38/2011, séu í samræmi við hlutverk nefndarinnar?
     2.      Telur ráðherra ástæðu til þess, í ljósi gagnrýni Blaðamannafélags Íslands, að endurskoða lög um fjölmiðla og þá sérstaklega með það að leiðarljósi að skýra hlutverk fjölmiðlanefndar?
     3.      Telur ráðherra að með því að fjölmiðlanefnd geti gefið út álit á grundvelli 26. gr. laga um fjölmiðla, er kveður á um að fjölmiðlaveita skuli í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi, skarist hlutverk nefndarinnar og siðanefndar Blaðamannafélags Íslands?
     4.      Hefur ráðherra áhyggjur af því að núverandi fyrirkomulag, eða eitthvað annað í lögum um fjölmiðla, geti á einhvern hátt haft óæskileg áhrif á tjáningarfrelsið?


Skriflegt svar óskast.