Ferill 875. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1426  —  875. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000, með síðari breytingum (vindbú).

Flm.: Inga Sæland, Guðmundur Ingi Kristinsson.


1. gr.

    Liður 3.24 í 1. viðauka við lögin orðast svo:
A B C
3.24 Stöðvar sem nýta vindafl til raforkuframleiðslu (vindbú) með 2 MW uppsett rafafl eða meira. X

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Í gildandi lögum falla stöðvar sem nýta vindafl til raforkuframleiðslu (vindbú) með uppsett rafafl 2 MW eða meira í flokk B í 1. viðauka. Af því leiðir að ekki er skylt að framkvæma mat á umhverfisáhrifum við þær framkvæmdir. Framkvæmdir við gerð á slíkum vindbúum kunna að hafa í för með sér veigamikil áhrif á lífríki og náttúru. Þá geta vindmyllur með slíkri aflgetu náð töluverðri stærð og því verið áberandi í umhverfinu sem eitt og sér getur valdið ýmiss konar röskunum. Því er lagt til að stöðvar sem nýta vindafl til raforkuframleiðslu (vindbú) með uppsett rafafl 2 MW eða meira falli undir flokk A í 1. viðauka og verði því ávallt háðar mati á umhverfisáhrifum.