Ferill 924. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1559  —  924. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um krónueignir.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


     1.      Hversu mikið af þeim krónueignum sem leystar voru úr höftum með lögum nr. 14/2019 hafa horfið úr íslensku hagkerfi frá gildistöku laganna til dagsins í dag?
     2.      Hversu mikið af fyrrgreindum krónueignum eru enn til staðar í íslensku hagkerfi:
                  a.      í ríkisskuldabréfum,
                  b.      í hlutabréfum,
                  c.      í öðrum eignum (hverjum)?


Skriflegt svar óskast.