Ferill 561. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1844  —  561. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Óla Birni Kárasyni um tekjur Ríkisútvarpsins.


     1.      Hvernig hafa tekjur Ríkisútvarpsins af útvarpsgjaldi þróast frá árinu 2014 á föstu verðlagi? Óskað er eftir sundurliðun fyrir hvert ár og áætlun fyrir árið 2019.
    Tekjur RÚV af útvarpsgjaldi eru u.þ.b. þær sömu að raunvirði nú og þær voru árið 2008. Fyrir þann tíma voru tekjur af útvarpsgjaldi hærri. Tekjurnar hafa svo hækkað nokkuð á ný frá árinu 2014 eftir lækkun árin þar á undan eins og meðfylgjandi yfirlit sýnir. Sú hækkun vegur hins vegar ekki á móti þróun launavísitölu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     2.      Hvernig hafa auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins þróast frá árinu 2014 á föstu verðlagi? Óskað er eftir sundurliðun fyrir hvert ár og áætlun fyrir árið 2019.
    Tekjur RÚV af auglýsingasölu og kostun hafa lækkað nokkuð frá árinu 2014 að raunvirði en tekjurnar eru u.þ.b. þær sömu og þær voru fyrir 10 árum að raunvirði eins og meðfylgjandi yfirlit sýnir. Tekjurnar af auglýsingasölu voru enn meiri áður.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     3.      Hvernig hafa tekjur Ríkisútvarpsins af svokallaðri kostun þróast frá árinu 2014 á föstu verðlagi? Óskað er eftir sundurliðun fyrir hvert ár og áætlun fyrir árið 2019.

    Tekjur RÚV af kostun hafa lækkað nokkuð á síðustu þremur árum eins og meðfylgjandi yfirlit sýnir.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     4.      Hvaða aðrar tekjur, reglulegar og óreglulegar, hefur Ríkisútvarpið haft frá árinu 2014 á föstu verðlagi? Óskað er eftir að upplýsingarnar verði sundurliðaðar eftir tegund tekna fyrir hvert ár og áætlun fyrir árið 2019.

    Aðrar tekjur RÚV hafa breyst lítið á síðustu 10 árum að raunvirði og eru nánast þær sömu og þær voru árið 2014. Það sem flokkast undir aðrar tekjur eru t.d. leigutekjur af húsnæði og sendastöðum, tekjur vegna símakosninga og sölu myndefnis, útleigu á búnaði o.fl.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Skýringar:
    Þegar horft er til þróunar heildartekna Ríkisútvarpsins á síðustu tíu árum sést að heildartekjur að raunvirði eru núna u.þ.b. þær sömu og fyrir tíu árum. Á sama tíma hefur launavísitala hækkað umtalsvert meira en verðlagsþróun sem leiðir til þess að raunverulegt fjárhagslegt svigrúm félagsins hefur í reynd lækkað á tímabilinu enda er launakostnaður stærsti útgjaldaliður í starfsemi Ríkisútvarpsins. Á árunum 2008–2014 lækkuðu tekjurnar en frá þeim tíma hafa þær hins vegar hækkað nokkuð á ný því þær fylgja hagsveiflum að hluta enda byggist það á innheimtum útvarpsgjalds. Rauntekjur Ríkisútvarpsins af auglýsingasölu hafa lækkað nokkuð á síðustu fimm árum en eru sambærilegar við það sem þær voru fyrir 10 árum síðan. Á árunum 2008–2014 þegar tekjur Ríkisútvarpsins lækkuðu þá jukust skuldir þess umtalsvert en þær hafa lækkað mikið frá árinu 2014 en frá þeim tíma hefur rekstur félagsins verið hallalaus og eigið fé félagsins farið úr 5,5% upp í 28,5%. Þá má einnig nefna að nýjar miðlunarleiðir og uppfært dreifikerfi kalla á aukinn kostnað við miðlun hljóð- og myndefnis.
    Sjá eftirfarandi töflu.
Ár Útvarpsgjald Auglýsingar og kostun þ.a. kostnun Aðrar tekjur Heildartekjur
2007 4.809 2.225 202 213 7.247
2008 4.570 2.169 152 255 6.994
2009 4.705 1.721 138 337 6.763
2010 4.137 1.915 188 276 6.327
2011 3.799 2.158 241 241 6.198
2012 3.643 2.373 259 209 6.226
2013 3.558 2.234 258 223 6.015
2014 3.666 2.038 175 263 5.967
2015 3.947 2.131 210 260 6.338
2016 4.030 2.090 193 293 6.413
2017 4.284 2.126 165 319 6.729
2018 4.481 2.124 175 360 6.964
2019 4.608 2.011 116 245 6.864
Allar tölur eru í þúsundum króna og uppfærðar á fast verðlag. Við uppreikninginn er miðað við verðlag í janúar 2019 frá verðlagi á miðju hvers reikningsárs.