Ferill 809. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2054  —  809. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur um gæsluvarðhalds- og farbannsúrskurði.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margir gæsluvarðhaldsúrskurðir og hversu margir farbannsúrskurðir voru kveðnir upp í héraðsdómstólum landsins sl. fimm ár? Svar óskast sundurliðað eftir dómstólum, flokkum brota sem rannsókn beindist að, þjóðerni þeirra sem úrskurður beindist gegn og lagaákvæði sem hann var reistur á.

    Við vinnslu fyrirspurnar var óskað upplýsinga frá dómstólasýslunni.
    Undanfarið hefur staðið yfir innleiðing á nýju upplýsingakerfi héraðsdómstólanna og verður eldri málaskrá lögð niður samhliða innleiðingunni. Af öryggisástæðum hafa tengingar við eldri málaskrá verið takmarkaðar verulega. Af þeim sökum er ekki unnt að svara fyrirspurninni með jafn ítarlegum hætti og óskað er eftir.
    Aðeins er unnt að nálgast heildarfjölda gæsluvarðhaldsúrskurða* fyrir árin 2014–2018 og eru þeir eftirfarandi:

2018 2017 2016 2015 2014
489 449 343 338 257

    Mögulegt er að greina farbannsúrskurði* eftir dómstólum síðustu fjögur ár og eru þeir eftirfarandi:

2015 2016 2017 2018
Héraðsdómur Reykjavíkur 33 49 47 92
Héraðsdómur Reykjaness 22 73 32 98
Héraðsdómur Suðurlands 11 9 1 11
Héraðsdómur Austurlands 1 0 0 0
Héraðsdómur Norðurlands eystra 2 2 2 7
Héraðsdómur Norðurlands vestra 0 3 0 0
Héraðsdómur Vestfjarða 0 0 0 3
Héraðsdómur Vesturlands 0 1 3 3
Samtals 69 137 85 214

*Athygli er vakin á því að um er að ræða fjölda gæsluvarðhalds- og farbannsúrskurða og sama einstakling má úrskurðaða endurtekið í gæsluvarðhald eða farbann.

    Ekki er unnt að nálgast upplýsingar úr málaskrá eftir brotaflokkum sem rannsókn beinist að, þjóðerni þeirra sem úrskurðir beindust gegn eða lagaákvæðum sem úrskurðir eru reistir á. Til þess að nálgast svo ítarlegar upplýsingar þarf að skoða hvern og einn úrskurð. Slík vinna yrði það umfangsmikil að ekki er hægt að svara þeim hluta fyrirspurnarinnar í stuttu máli, sbr. 1. mgr. 57. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis.