Ferill 955. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2057  —  955. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um auðkennaþjófnað.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvernig hyggst ráðherra bregðast við auðkennaþjófnaði? Kemur til greina að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, til að gera auðkennaþjófnað refsiverðan?

    Ráðherra hefur þegar falið refsiréttarnefnd að skoða hvort rétt sé að setja refsiákvæði í hegningarlög sem tekur sérstaklega á auðkennaþjófnaði.