Ferill 991. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2074  —  991. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Karli Gauta Hjaltasyni um ferðakostnað erlendis.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver var ferðakostnaður erlendis hjá stofnunum sem heyra undir ráðuneytið árin 2014– 2018, sundurliðað eftir stofnunum og árum?

    Leitað var svara hjá embætti landlæknis, Geislavörnum ríkisins, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Landspítala, Lyfjastofnun, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Fjársýslu ríkisins. Í töflunni hér á eftir má sjá upplýsingar um ferðakostnað fyrrgreindra stofnana erlendis á tímabilinu 2014–2018:

2014 2015 2016 2017 2018
Embætti landlæknis 13.145.274 9.797.390 15.383.934 14.721.806 15.271.535
Geislavarnir ríkisins 2.618.000 2.959.000 3.514.000 1.085.000 4.009.000
Heilbrigðisstofnun Austurlands 2.255.158 3.744.172 2.403.895 3.951.257 3.670.586
Heilbrigðisstofnun Norðurlands 3.531.639 10.641.286 8.166.579 12.071.253 8.107.114
Heilbrigðisstofnun Suðurlands 6.084.290 8.807.239 5.859.362 11.347.451 11.639.308
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 6.589.687 7.534.500 6.667.787 5.984.380 6.401.149
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 1.014.835 552.470 860.109 537.015 1.606.750
Heilbrigðisstofnun Vesturlands 4.657.411 4.252.705 5.055.042 3.345.778 3.922.285
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins 59.022.971 59.682.451 52.699.179 46.280.865 54.963.264
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands 1.381.920 1.842.668 2.498.538 1.668.052 2.532.369
Landspítali 244.239.652 272.972.526 258.401.275 239.743.237 252.623.481
Lyfjastofnun 10.130.532 11.361.805 9.905.967 9.521.094 12.314.419
Sjúkrahúsið á Akureyri 27.794.392 28.205.936 25.503.524 24.123.276 29.156.858
Sjúkratryggingar Íslands 947.779 1.168.149 1.893.246 2.732.182 3.000.765