Ferill 144. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 192  —  144. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur um sölu á ríkisjörðum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða ríkisjarðir hafa verið seldar frá og með árinu 2000 og hvert var söluverðið? Óskað er eftir að nöfn jarða, landnúmer, söluverð og söludagsetning séu tilgreind.
     2.      Hverjir voru kaupendur jarðanna sem spurt er um í 1. tölul.? Óskað er eftir að tilgreind séu nöfn og kennitölur þeirra kaupenda sem unnt er að upplýsa um, hvort sem um ræðir einstaklinga eða fyrirtæki.
     3.      Hversu stórar voru jarðirnar í fjölda hektara?
     4.      Hverjum jarðanna fylgdu:
                  a.      vatnsréttindi,
                  b.      veiðiréttindi,
                  c.      námuréttindi,
                  d.      jarðhitaréttindi,
                  e.      réttindi til hagnýtingar gróðurs,
                  f.      réttindi til nýtingar reka,
                  g.      réttindi til hagnýtingar jarðrænna auðlinda?
         Óskað er eftir að tilgreint sé nánar hver réttindin voru í hverju tilviki.
     5.      Í hvaða tilvikum hélt ríkið eftir réttindum við sölu jarðanna með tilvísun í 40. gr. jarðalaga og um hvaða réttindi var að ræða?

    Í meðfylgjandi yfirliti eru nánari upplýsingar um hvaða jarðir auk lóða og landa hafa verið seldar frá árinu 2000 til ársins 2019 auk upplýsinga um söluverð á þáverandi verðlagi, dagsetningu kaupsamnings og kaupendur. Í yfirlitinu er hins vegar ekki finna upplýsingar um allar sölur á ríkisjörðum til ábúenda í samræmi kaupheimildir ábúenda samkvæmt jarðalögum. Samantekt á sölum til ábúenda á þessu tímabili krefst nánari úrvinnslu á vegum ráðuneytisins og Ríkiseigna.
    Frá árinu 1907 hafa verið ákvæði í lögum sem heimila ríkinu að undanskilja tiltekin auðlindaréttindi við sölu ríkisjarða. Samkvæmt 40. gr. jarðalaga, nr. 81/2004, er heimilt við sölu ríkisjarða að undanskilja jarðefni, rétt til efnistöku umfram búsþarfir og einnig öll vatns- og jarðhitaréttindi. Slík auðlindaréttindi hafa um langt skeið nær undantekningarlaust verið undanskilin við sölu ríkisjarða.
    Ríkiseignir vinna að frekari greiningu um auðlindakosti á ríkisjörðum og þeim réttindum sem ríkið hefur haldið eftir á seldum jörðum. Mikilvægt er að mati ráðuneytisins að þessar grunnupplýsingar liggi fyrir vegna áframhaldandi stefnumótunar á þessu sviði.

Sala á jörðum og spildum 2000–2019.
Sala á vegum Staður Stærð, hektarar Dags. kaups. Kaupandi Söluverð, kr.
Fastanr.
LAN
Reykjakot, Ölfushreppi
02.12.00 Magnea Jónasdóttir o.fl. 10.228.000
LAN Framnes, Kaldrananeshreppi 08.01.01 Framnes ehf. 6.600.000
LAN Minni-Ólafsvellir, Skeiðahr. 05.03.01 Sigrún Einarsdóttir 6.826.000
LAN Kvoslækur, Fljótshlíð 16.03.01 Kvoslækur ehf. 24.400.000
LAN Eyjar, Breiðdalshreppi 28.06.01 Þröstur Elliðason 5.400.000
LAN Gröf, Dalvíkurbyggð 09.07.01 Helgi Valdimarsson 8.500.000
LAN Hrærekslækur, Tunguhreppi 13.07.01 Hrærekslækur ehf. 4.652.000
LAN Bjarnarnes I, Höfn 20.07.01 Gunnar S. Skarphéðinsson 1.400.000
LAN Hjalli, Reykdælahreppi 66 31.08.01 Aðalsteinn Þorsteinsson 10.700.000
LAN Hæringsstaðir, Eyjafjarðarsýslu 30.11.01 Gunnlaugur Þorsteinsson 6.400.000
LAN Vestra-Stokkseyrarsel, Árborg 28.12.01 Eld-Járn ehf. o.fl. 4.666.000
LAN Bárustaðir, Borgarfirði 120 08.03.02 Sigurborg Á. Jónsdóttir 12.500.000
FJR Hluti Fífuhvamms, Kópavogi 51,5 22.04.02 Kópavogsbær 700.000.000
LAN Geitafell, Kirkjuhvolshreppi 26.06.02 Geitafell ehf. 3.750.000
LAN Fell, Breiðdalshreppi 12.08.02 Randver Á. Elísson 8.300.000
LAN Knappstaðir, Fljótahreppi 08.10.02 Hulda Erlingsdóttir 3.030.000
LAN Ásvellir, Fljótshlíðarhreppi 10.10.02 Sigrún Jónsdóttir 12.498.000
LAN Krókur, Borgarhöfn 4 12.11.02 Guðlaugur J. Þorsteinsson 4.194.000
LAN Ásar, Saurbæjarhreppi 17.02.03 Dóróthea Sigvaldadóttir 5.514.000
LAN Sandvík, Bárðardal 01.06.03 Þorvaldur Ingvarsson 9.848.000
LAN Fyrirbarð, Skagafirði 05.06.03 Marteinn Haraldsson 6.501.000
LAN Búlandshöfði, Grundarfirði 09.09.03 Þráinn Númason 6.400.000
LAN Straumur, Dalabyggð 200 15.10.03 Kapall hf. 24.200.000
LAN Sandhóll, Skaftárhreppi 03.02.04 Guðm. B. Jónsson 6.500.000
LAN Kolfreyja, Fáskrúðsfirði 16.02.04 Jörgen J. Jörgensen 2.300.000
LAN Kirkjubók, Ísafjarðarbæ 13.05.04 Jón G. Magnússon ofl. 8.150.000
LAN Brekkusel, Hróarstungu 18.05.04 Guðmundur Aðalsteinsson 7.140.000
LAN Kvíarhóll A, Ölfusi (lóð) 5,1 18.06.04 Sigurður Sigurðsson 28.501.000
LAN Hólagerði 1 og 2, Fáskrúðsf. 14.10.04 Örn Ísebarn 9.000.000
FJR
Neðra nikkelsvæði, Reykjanesi 20.10.04 Húsagerðin ehf. 150.000.000
LAN Kvíarhóll C, Ölfusi (lóð) 14.10.04 Helgi Eggertsson 7.052.000
LAN Hærukollsnes, Djúpavogshreppi 25.11.04 Halldór Hannesson ofl. 10.066.000
LAN Skógar 2, Húsavíkurbæ 10.03.05 Lífsval ehf. 21.299.000
LAN Langholt, Skaftárhreppi 29.03.05 Sigmar Eiríksson 16.509.000
LAN Fornhagi 2, Hörgárbyggð 23.09.06 Anna G. Grétarsdóttir 9.200.000
LAN Sveinsstaðir, Grímsey 27.10.05 Birna Óladóttir 2.500.000
LAN Álftagróf, Mýrdalshreppi 03.11.05 Haraldur Ólason 25.100.000
LAN Kvíarhóll B, Ölfusi (lóð) 10.01.06 S3 ehf. 12.501.000
LAN Kvíarhóll E, Ölfusi (lóð) 26.05.06 Sveinbjörn Jónsson 18.200.000
LAN Bakki, Ólafsfirði 30.05.06 Runólfur Gíslason 7.150.000
LAN Skriða, Breiðdalshreppi 10.10.06 Stefán E. Stefánsson 4.630.000
FJR Framnes, Reyðarfirði 2 11.10.06 Fjarðabyggð - Vegna sölu á landi til Fjarðabyggðar
FJR Sómastaðagerði, Reyðarfirði 11.10.07 Fjarðabyggð -
FJR Sómastaðir, Reyðarfirði 11.10.08 Fjarðabyggð -
FJR Hraun, Reyðarfirði 11.10.09 Fjarðabyggð -
FJR Flateyri, Reyðarfirði 11.10.10 Fjarðabyggð -
FJR Hólmar, Reyðarfirði 11.10.11 Fjarðabyggð -
FJR Fjarðabyggð samtals 53.000.000
LAN Borg í Skriðdal 26.01.07 Þóra S. Jónsdóttir 31.100.000
FJR Litli-Sandur, Hvalfirði (spilda) 01.05.07 Olíudreifing ehf. 21.445.000
FJR Mið- og Litli-Sandur Hvalfirði (spilda) 01.05.07 Hvalur hf. 10.031.000
LAN Stóri-Bakki, Hróarstungu 28.06.07 Baldur Grétarsson 15.000.000
LAN Svarðbæli, Húnaþing vestra 09.07.07 Davíð Þ. Bjarnason 25.200.000
FJR Eignarland nr. 3, Grindavík 233 22.10.07 Grindavíkurkaupstaður 50.000.000
LAN Hleinargarður, Eiðaþinghá 16.11.07 Byggingarfélagið Óseyri 16 ehf. 47.100.000
LAN Kollafjarðarnes, Strandabyggð 16.11.07 Kirkjuhvoll ehf. 67.700.000
LAN Tunga í Fljótshlíð 15.01.08 Magnús Gottfreðsson o.fl 40.000.000
SAM Spildur á Helluflugvelli 3,4 15.01.09 Rangárþing ytra 6.703.000
SLR Kirkjuferjuhjáleiga 3, Ölfusi 30,6 01.10.09 Sorpstöð Suðurlands 9.297.000
SLR Grund, Skaftárhreppi 07.01.10 Pálmar Harðarson 28.333.000
SLR Hvoll 2, Ölfusi 31.05.11 Bergþór Andrésson o.fl. 28.333.000
Ríkiseignir Iðnaðarsvæði Grindavík 15,7 15.6.15 Grindavíkurbær 29.905.482
FJR/Ríkiseignir Hlíðarberg, Hornafirði 16,5 10.9.15 Ásthildur Gísladóttir 8.800.000
FJR/Ríkiseignir Barð, landr. 146777, Skagafirði 12.11.15 Símon I. Gestsson 20.912.003
FJR/Ríkiseignir Litli Kambur Snæfellsbær 190 12.1.16 Snæfellsjökull Glacier Tours ehf. 25.060.000 F2114039
FJR/Ríkiseignir Ingjaldshóll, neðri hluti, Snæfellsnes 289 21.10.16 Snæfellsbær 17.500.000 F2114157
FJR/VEL Vífilsstaðir, land 202,4 19.4.17 Garðabær 558.600.000 F2068986
FJR/Ríkiseignir Höskuldsstaðir, Þingeyjarsveit 274 24.2.17 Dýralækningaþjónusta Bárðar 22.250.000 F2163844
FJR/Ríkiseignir Litluvellir, Bárðardal 913 25.7.17 Hulda Rós Hilmdardóttir o.fl. 20.000.000 F2162519
FJR/Ríkiseignir Fell og Keldudalur, Mýrdalshreppi 982 21.3.18 Skógræktarfélag Reykjavíkur 53.050.000 F2187892/ F2262018
FJR/Ríkiseignir Lóðir við Staðarborg, Breiðadalshreppi 2,6 23.3.18 AS Hótel 1.800.000 L158962/ L158963/158964
FJR/Ríkiseignir Stóri Bakki/Félagsrækt, Fljótdalshreppi 7,8 28.6.18 Bryndís Ágústa Svavarsdóttir 9.600.000 F2339810
FJR/Ríkiseignir Kirkjubær, Fljótsdalshérað 31.8.18 Ómar Örn Erlingsson o.fl. 57.000.000 F2133778
FJR/Ríkiseignir Strönd-Rofabær, Skaftárhreppi 489 28.9.18 Viðar Björgvinsson 36.000.000 L163428/ L163427
FJR/Ríkiseignir Hamarshjáleiga, Flóahreppi 160 29.1.18 Hilmar Elís Árnason 12.635.560 F165485
FJR/Ríkiseignir Skinnastaðir, Húnavatnshreppi 427 10.8.18 Vignir Filip Vigfússon 36.567.750 F2136497
FJR/Ríkiseignir Jaðar, Hornafirði 31,5 13.12.18 Jón Malmquist Einarsson 3.168.490 L160130
FJR/Ríkiseignir Tjörn, Vatnsnesi 442 4.2.19 Elmar Baldursson o.fl. 42.150.000 F2134938
FJR/Ríkiseignir Efri Ey 2 og hl. Efri Ey 3, Skaftárhreppi 325 8.5.19 I-14 ehf. 43.000.000 F2189071/ F2189084
Ath. vegna sölu á Vífilsstöðum. Til viðbótar grunnsöluverði á ríkissjóður 60% hlut af byggingarmagni allra lóðarspildna umfram það byggingarmagn þegar er gert ráð fyrir.