Ferill 234. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 252  —  234. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um urðun úrgangs.

Frá Karli Gauta Hjaltasyni.


     1.      Hverjir eru urðunarstaðir úrgangs hér á landi? Óskað er eftir upplýsingum um alla urðunarstaði í skilningi reglugerðar um urðun úrgangs nr. 738/2003, sem og eldri urðunarstaði og staðsetningu þeirra, eins langt aftur og upplýsingar liggja fyrir um.
     2.      Á hvaða tímabili var úrgangur urðaður á hverjum stað skv. 1. tölul., hvert er magn úrgangs á hverjum stað og hver er frágangur hans?
     3.      Hvernig flokkast úrgangur urðaður á hverjum stað skv. 1. tölul., hvert er hættustig úrgangsins fyrir umhverfið og heilbrigði manna og dýra?


Skriflegt svar óskast.