Ferill 173. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 285  —  173. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um heimilisofbeldi.


    Í þeim tilgangi að svara spurningum þingmannsins leitaði dómsmálaráðuneytið til embættis ríkislögreglustjóra eftir upplýsingum og koma þær hér á eftir.

     1.      Hvernig er skráningu heimilisofbeldis háttað hjá lögregluembættum? Óskað er sérstaklega eftir upplýsingum um andlegt ofbeldi sem fellur undir 218. gr. b almennra hegningarlaga.
    Almennt gildir að skráningar í lögreglukerfið miðast við þá grein laganna sem brotið er gegn.
    Heimilisofbeldi er ekki lagagrein (nema um sé að ræða brot sem falla undir 218. gr. b eða „endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu eða velferð fjölskyldumeðlims“).
    Sérstakar verklagsreglur eru til staðar til þess að ná utan um allt heimilisofbeldi, einnig það sem fellur ekki undir 218. gr. b almennra hegningarlaga. Öll lögregluembætti landsins skrá heimilisofbeldi í málaskrá lögreglu á sama hátt, þ.e. samkvæmt verklagsreglum ríkislögreglustjóra sem voru fyrst uppfærðar í lok árs 2014 en svo aftur lítillega 13.9.2018.
    Skilgreining á heimilisofbeldi samkvæmt verklagsreglum ríkislögreglustjóra, er svohljóðandi:
    ... Heimilisofbeldi er ofbeldi sem einstaklingur verður fyrir af nákomnum, þ.e. gerandi og þolandi eru skyldir, tengdir eða hafa sögu um tengsl, sbr. 2. gr. Ofbeldið getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt og/eða fjárhagslegt og felur í sér valdbeitingu eða hótun um valdbeitingu
    Ofbeldið, sem vísað er til í skilgreiningunni, skal falla undir brot gegn lögum (t.d. hegningarlögum eða barnaverndarlögum).
    Þegar heimilisofbeldi er skráð í LÖKE er brotið sem framið var skráð með venjubundnum hætti (t.d. er fyrir minni háttar líkamsmeiðingar skráð brot gegn 217. gr. almennra hegningarlaga), auk þess sem málsliðurinn „heimilisofbeldi“ er skráður á málið. Á málsliðinn heimilisofbeldi eru tengsl geranda og brotaþola skráð.
    Málsliðurinn heimilisofbeldi stendur aldrei einn og sér og er ávallt tengdur ákvæðum barnaverndarlaga eða almennra hegningarlaga.

218. gr. b.

    Ef grunur er um brot gegn 218. gr. b almennra hegningarlaga þ.e. að endurtekið eða á alvarlegan hátt er ógnað lífi, heilsu eða velferð fjölskyldumeðlims, skal skrá þá málseiningu eins og þegar um önnur brot gegn lögum er að ræða. Einnig skal skrá verkefnaflokkinn heimilisofbeldi.
    Með brotaflokknum 218. b. geta einnig staðið aðrir brotaflokkar. Á málslið 218. b. eru eðli brota skráð, þ.e. ofbeldi, hótanir, frelsissvipting, nauðung, annað eða óflokkað. Andlegt ofbeldi er ekki flokkað sérstaklega.
    Líklegt er að brot gegn þessari lagagrein einkennist ekki af einni gerð ofbeldis og er sundurliðunin því alls ekki tæmandi eða lýsir brotum nákvæmlega. Sundurliðunin miðast við orðalag lagagreinarinnar.

Fjöldi brota.

    Í einu máli geta verið skráðar margar málseiningar með fleiri en einum brotaflokki. Í einu máli geta verið skráðar fleiri en ein málseining með sama brotaflokki eigi þær við aðskilin brot.

Tafla 1. Fjöldi brota eftir sundurliðun í skráningum.*

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Tafla 2. Fjöldi brota gegn 218. gr. b eftir lögregluembættum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Tafla 3. Heimilisofbeldi, fjöldi tilvika eftir embættum árin 2008–2019.*


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     2.      Hvers konar brot áttu sér stað í málum sem féllu undir skilgreiningu lögreglu á heimilisofbeldi? Óskað er upplýsinga frá árunum 2009–2018, greint eftir árum og lögregluembættum.

Tafla 4. Fjöldi mála þar sem eftirfarandi brotaflokkar eru skráðir á mál ásamt heimilisofbeldi, janúar 2015–október 2019.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     3.      Hversu mörg voru manndráp á árunum 1999–2018 hér á landi og hversu mörg þeirra falla undir skilgreiningu lögreglu á heimilisofbeldi? Óskað er eftir að fram komi upplýsingar sundurgreindar eftir árum, kyni og tengslum geranda og brotaþola.

Tafla 5. Fjöldi manndrápa á árunum 1999–2018 samkvæmt málaskrá lögreglu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Mynd 1. Tengsl í manndrápsmálum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


*Undir náin tengsl/fjölskyldutengsl falla öll tengsl sem falla undir skilgreiningu lögreglu á heimilisofbeldi.

Mynd 2. Fjöldi manndrápa árin 1999–2018 greint eftir tengslum geranda og þolanda.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Tafla 6. Tengsl geranda og þolanda í manndrápsmálum greint eftir kyni þolanda 1999–2018.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Mynd 3. Fjöldi karlkyns þolenda í manndrápsmálum eftir kyni og tengslum 1999–2018.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Mynd 4. Fjöldi kvenkyns þolenda í manndrápsmálum eftir kyni og tengslum 1999–2018.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Erfitt er að túlka þróun í þessum málum milli ára, þar sem brotin eru mjög fá á ári hverju og fjöldinn þar af leiðandi sveiflukenndur.

     Nánar um talningu manndrápa: Manndráp er talið ef það er skráð í málaskrárkerfi lögreglu sem manndráp og fer í ferilinn ákærumeðferð. Ekki er talið með mál frá árinu 2005 þar sem þolandi og gerandi voru bandarískir hermenn og málið afgreitt af bandarískum yfirvöldum.