Ferill 205. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 319  —  205. mál.




Svar


forseta Alþingis við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um utanlandsferðir á vegum Alþingis.


     1.      Hversu margar utanlandsferðir fóru árin 2016–2019:
                  a.      yfirstjórn,
                  b.      almennir starfsmenn?


    a. Yfirstjórn skrifstofunnar, forstöðumenn og deildarstjórar.
Ár Ferðir með þingmönnum/þingforseta Fundir, ráðstefnur, námskeið, annað Samtals
2016 23 7 30
2017 18 3 21
2018 22 8 30
–sept. 2019 11 6 17
Áætlað okt.–des. 2019 10 5 15

    b. Almennir starfsmenn.
Ár Ferðir með þingmönnum/þingforseta Fundir, ráðstefnur, námskeið, annað Samtals
2016 35 18 53
2017 35 18 53
2018 47 19 66
–sept. 2019 30 19 49
Áætlað okt.–des. 2019 8 1 9

     2.      Voru ferðirnar kolefnisjafnaðar?
    Nei. Ef til vill hafa einhverjir starfsmenn kolefnisjafnað ferð sína sjálfir en skrifstofan gerði það ekki.

     3.      Er til fjarfundabúnaður á Alþingi?
    Já. Nýr og betri búnaður var settur upp fyrr á þessu ári í því skyni að fjölga fjarfundum.

     4.      Hversu margir fundir voru haldnir með fjarfundabúnaði árin 2016–2019 með aðilum í útlöndum?
    Fjarfundir starfsmanna skrifstofu hafa ekki verið skráðir sérstaklega í gegnum tíðina en nokkrar deildir hafa nýtt sér þennan möguleika. Upplýsingatækniskrifstofa hefur átt nokkra fjarfundi síðustu mánuði með aðilum í ýmsum löndum um mál varðandi Microsoft-samninginn. Einn starfsmaður upplýsingatækniskrifstofu bjó og starfaði erlendis árið 2017 og var þá á fjarfundum með deildinni í hverri viku í gegnum Skype for business. Starfsviðtöl eru tekin með fjarfundabúnaði við umsækjendur sem staddir eru erlendis og starfsmannaskrifstofa hefur átt nokkra fundi með erlendum ráðgjafa í gegnum fjarfund á þessu ári. Deildarstjóri þingvörslu hefur undanfarin ár átt fjarfundi með ráðgjöfum erlendis um ýmis tæknileg mál.
    Hvað þingmenn varðar þá hafa tvær nefndir haldið hvor sinn fjarfundinn á þessu tímabili með aðilum í útlöndum og þrjár nefndir hafa haldið símafundi með aðilum erlendis. Skrifstofan heldur ekki utan um fjarfundi þingflokka eða einstakra þingmanna.