Ferill 260. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 438  —  260. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni um kröfur og bætur vegna mistaka í heilbrigðisþjónustu.


     1.      Hversu margir hafa beint kröfu að íslenska ríkinu sl. 10 ár vegna mistaka í heilbrigðisþjónustu?
    Á árunum 2008–2018 bárust Sjúkratryggingum Íslands 1.540 nýjar umsóknir um bætur úr sjúklingatryggingu, samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu, nr. 111/2000. Þess ber að geta að umsóknir um bætur kunna að varða annað en mistök þar sem tryggingin tekur einnig til alvarlegra fylgikvilla og bilana eða galla í tækjum
     2.      Hversu margir hafa hlotið bætur:
                  a.      á grundvelli dóms,
                  b.      á grundvelli dómsáttar eða sáttar,
                  c.      vegna ákvörðunar Sjúkratrygginga Íslands eða annarra stjórnvalda?

    Á árunum 2008–2018 voru 512 umsóknir um bætur úr sjúklingatryggingu samþykktar af Sjúkratryggingum Íslands.
    Upplýsingar um aðrar kröfur en þær sem hafa borist Sjúkratryggingum Íslands þarf að nálgast hjá ríkislögmanni og sá embættið sér ekki fært að veita umbeðnar upplýsingar innan tímamarka.