Ferill 200. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 466  —  200. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur um uppsagnir hjá Íslandspósti.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig var aldurssamsetning þeirra sem var sagt upp hjá Íslandspósti frá september 2017 til ágúst 2019? Óskað er eftir sundurliðun eftir aldurshópunum 18–30 ára, 31–40 ára, 41–50 ára, 51–60 ára og 61–70 ára.

    Óskað var eftir ofangreindri greiningu hjá Íslandspósti sem tók saman tölulegar upplýsingar um uppsagnir hjá Íslandspósti frá september 2017 til ágúst 2019.
    Alls hefur Íslandspóstur sagt 128 starfsmönnum upp störfum á tímabilinu 1. september 2017 til og með 31. ágúst 2019. Bæði er um að ræða starfsmenn á mánaðarlaunum og í tímavinnu og skiptingu eftir aldurshópi og kyni má sjá í töflunni hér á eftir. Ástæður uppsagna eru misjafnar, ýmist er um að ræða frammistöðuvanda, skipulagsbreytingar eða hagræðingaraðgerðir. Rétt er að geta þess að í þeim hópuppsögnum sem tengdust hagræðingaraðgerðum Íslandspósts í ágúst 2019 var m.a. lagt upp með að starfsfólk sem hafði þá þegar hafið töku lífeyris eða var komið á aldur til að hefja töku lífeyris mundi láta af störfum til að verja störf yngra fólks. Alls var því níu starfsmönnum á aldrinum 64–69 ára sagt upp í þeim aðgerðum. Á tímabilinu sem um ræðir hefur fleiri körlum en konum verið sagt upp og mest hefur verið um uppsagnir á aldursbilinu 18–40 ára.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.