Ferill 208. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 494  —  208. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um utanlandsferðir á vegum ráðuneytisins.


     1.      Hversu margar utanlandsferðir fóru árin 2016–2019:
                  a.      ráðherra,
                  b.      yfirstjórn,
                  c.      almennir starfsmenn,
                  d.      starfsmenn stofnana ráðuneytisins, sundurliðað eftir stofnunum?

    Í svarinu er gengið út frá því að með flokknum yfirstjórn í b-lið sé átt við ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra en aðstoðarmenn ráðherra eru hér flokkaðir með almennum starfsmönnum.

Utanlandsferðir ráðherra, yfirstjórnar og starfsmanna.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Utanlandsferðir starfsmanna stofnana.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     2.      Voru ferðirnar kolefnisjafnaðar?
    Ráðuneytið og undirstofnanir kolefnisjöfnuðu ekki ferðir sínar á tímabilinu 2016–2018. Ráðuneytið mun hins vegar kolefnisjafna ferðir fyrir árið 2019 í samræmi við loftslagstefnu Stjórnarráðsins.

     3.      Er til fjarfundabúnaður í ráðuneytinu eða í stofnunum sem heyra undir ráðuneytið og ef svo er, hvar?
    Með nýjum samningi um Microsoft-hugbúnaðarleyfi er öllum starfsmönnum ríkisins tryggður aðgangur að Skype for Business og Teams samskiptabúnaði sem hægt er að nýta við fjarfundi.
    Ráðuneytið hefur innleitt nýja samninginn í starfsemi sinni og hafa því allir starfsmenn slíkan búnað uppsettann í tölvum sínum. Jafnframt er uppsettur sérstakur fjarfundabúnaður í tveimur fundarherbergjum í ráðuneytinu.
    Þær undirstofnanir ráðuneytisins sem innleitt hafa nýjan samning um Microsofthugbúnað hafa aðgang að Teams og Skype for Business. Jafnframt nýta ríkisskattstjóri, embætti skattrannsóknarstjóra, yfirskattanefnd og tollstjóri fjarfundabúnað í starfsemi sinni.

     4.      Hversu margir fundir voru haldnir með fjarfundabúnaði árin 2016–2019 með aðilum í útlöndum?
    Ekki er skráður sérstaklega fjöldi fjarfunda með aðilum í útlöndum í ráðuneytinu né í þeim undirstofnunum sem eru með fjarfundabúnað.