Ferill 213. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 593  —  213. mál.




Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um utanlandsferðir á vegum ráðuneytisins.


     1.      Hversu margar utanlandsferðir fóru árin 2016–2019:
                  a.      ráðherra,
                  b.      yfirstjórn,
                  c.      almennir starfsmenn,
                  d.      starfsmenn stofnana ráðuneytisins, sundurliðað eftir stofnunum?

    Í töflunni má sjá svör við stafliðum a–c, fyrir árin 2016–2018. Í dálknum yfirstjórn er átt við ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra. Aðrir dálkar töflunnar skýra sig sjálfir. Á tímabilinu sem spurt eru um var félagsmálaráðuneytið hluti af velferðarráðuneytinu og er því um að ræða sömu tölur og birtast í svari heilbrigðisráðherra. Hinn 1. janúar 2019 var velferðarráðuneytinu skipt upp í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti.

Ár Ráðherra Aðstoðarmenn Yfirstjórn Almennir starfsmenn
2016 5 1 52 115
2017 7 7 36 132
2018 10 7 43 149
2019* 5 5 7 36
*Fyrstu níu mánuðir ársins

    Svar við d-lið: Fyrirspurnin var send til 11 stofnana á vegum ráðuneytisins: Umboðsmanns skuldara, Tryggingastofnunar ríkisins, Vinnueftirlits ríkisins, Mannvirkjastofnunar, Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar blindra og sjónskertra, Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, Barnaverndarstofu, Fjölmenningarseturs, embættis ríkissáttasemjara, úrskurðarnefndar velferðarmála og Vinnumálastofnunar.
    Hjá umboðsmanni skuldara var á tímabilinu farið í sex utanlandsferðir, hjá Barnaverndarstofu var farið í 150 ferðir á tímabilinu og hjá Fjölmenningarsetri var farið í eina utanlandsferð á tímabilinu. Samantekt á fjölda utanlandsferða hjá öðrum stofnunum ráðuneytisins eru að finna í töflu hér á eftir.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


* Fjöldi ferða árið 2019 til 11. október 2019.
** Árið 2016 voru 14 ferðir endurgreiddar að hluta eða öllu leyti. Árið 2017 voru 24 ferðir endurgreiddar að hluta eða öllu leyti. Árið 2018 voru 21 ferð endurgreidd að hluta eða öllu leyti. Á fyrstu 9 mánuðum voru 17 endurgreiddar að hluta eða öllu leyti.
*** Heildarfjöldi ferða árið 2019.
**** Í langflestum tilvikum greiðir stofnunin lítinn hluta kostnaðar því starfsfólk nýtir styrki stéttarfélaga vegna utanlandsferða.
***** Tímabilið janúar til september 2019. Vinnumálastofnun hefur ekki haldið sérstaklega utan um ferðir og fjölda starfsmanna sem í þær fara hverju sinni. Hver aðili getur farið oftar en einu sinni og fjöldi starfsmanna í hverri ferð getur verið fleiri en einn.

     2.      Voru ferðirnar kolefnisjafnaðar?
    Ferðir ráðuneytis og stofnana hafa ekki verið kolefnisjafnaðar

     3.      Er til fjarfundabúnaður í ráðuneytinu eða í stofnunum sem heyra undir ráðuneytið og ef svo er, hvar?
     Félagsmálaráðuneytið: Deilir fjarfundabúnaði með heilbrigðisráðuneytinu. Búnaðurinn er í sameiginlegu fundarrými ráðuneytanna.
     Tryggingastofnun ríkisins: Allir starfsmenn stofnunarinnar eru með innbyggðan fjarfundabúnað í fartölvunum sínum og geta t.d. notað Skype fyrir fjarfundi. Stofnunin á tvo fjarfundabúnaði með vefmyndavél og hátalara sem hægt er að færa á milli fundarherbergja.
     Þjónustu- og þekkingarmiðstöð blindra og sjónskertra: Ekki er til sérstakur fjarfundabúnaður, en í öllum tölvum og snjallsímum eru möguleikar á samtölum með mynd (Skype, Facebook o.fl.).
     Vinnumálastofnun: Starfsstöðvar Vinnumálastofnunar eru um allt land. Höfuðstöðvarnar eru í Kringlunni 1, en starfsstöðvar eru á átta öðrum stöðum víðsvegar um landið. Fjarfundabúnaður er í Kringlunni. Auk þess eru tvær myndavélar og hljóðnemi sem eru færanleg á milli starfsmanna, en sá búnaður er í mjög mikilli notkun. Á Akureyri er hægt að tengjast fjarfundabúnaði. Þess utan eru starfsmenn oft á tíðum með fartölvur og geta átt í samskiptum við erlenda aðila með þeim tækjabúnaði sem í þeim er.
     Vinnueftirlit ríkisins: Vinnueftirlit ríkisins er með fjarfundabúnað á öllum starfsstöðvum sínum.
     Mannvirkjastofnun: Fjarfundabúnaður er til í Mannvirkjastofnun.
     Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins: Já, það er til Polycom-fjarfundabúnaður hjá stofnuninni.
     Barnaverndarstofa: Stofnunin á ekki fjarfundabúnað.
     Fjölmenningarsetur: Hefur aðgengi að fjarfundabúnaði.
     Embætti ríkissáttasemjari: Enginn fjarfundabúnaður en Skype er notað í staðinn.
     Úrskurðarnefnd velferðarmála: Fjarfundabúnaður er í fundarsal úrskurðarnefndarinnar á 11. hæð í Katrínartúni 2.
     Umboðsmaður skuldara: Hjá umboðsmanni skuldara er til gamall, úreltur fjarfundabúnaður.
    Þess má geta að stofnanir töldu að hefðbundinn fjarfundabúnaður væri á undanhaldi því ör tækniþróun væru með fundum í gegnum vefstreymi, Skype og öruggari samskiptaforrit í tölvubúnaði, sbr. Kara Connect sem væri ný og vaxandi leið til samskipta.

     4.      Hversu margir fundir voru haldnir með fjarfundabúnaði árin 2016–2019 með aðilum í útlöndum?
     Félagsmálaráðuneyti: Ekki er haldin skrá yfir fjölda fjarfunda í félagsmálaráðuneytinu en fjárfest var í fjarfundabúnaði snemma á árinu.
     Tryggingastofnun ríkisins: Stofnunin hefur ekki haldið utan um tölfræði um það hversu margir fundir voru haldnir með fjarfundabúnaði á árunum 2016–2019. Fjölmargir fundir hafa verið haldnir með þessum hætti, m.a. stjórnarfundir og reglubundnir fundir með starfsmönnum TR hjá umboðum hjá sýslumönnum. Þá eru sífellt fleiri norrænir samráðs- og samstarfsfundir haldnir með fjarfundabúnaði.
     Þjónustu- og þekkingarmiðstöð blindra og sjónskertra: Ekki er skráð sérstaklega í miðlægan grunn samtöl og fundir m.a. á Skype. Áætlað er að amk. 20 fundir á ári séu nú þegar haldnir með þessum hætti og fer þeim fjölgandi. Á árinu 2019 var ein ferð sem áður var áætluð til útlanda felld niður og fundað með aðstoð frá streymi á netinu í staðinn.
     Vinnumálastofnun: Ekki er til samantekt með þessum upplýsingum hjá Vinnumálastofnun. Almennt um samstarfsverkefni á milli landa, þá eru t.d. haldnir 4–5 fundir á líftíma verkefna ýmist á Íslandi eða erlendis, þess á milli eru reglulega haldnir fundir með fjarfundabúnaði.
     Vinnueftirlit ríkisins: Ekki liggur fyrir hversu margir fundir hafa verið haldnir með fjarfundabúnaði á þessum árum með aðilum í útlöndum.
     Mannvirkjastofnun: Fundir með aðilum í útlöndum og starfsmönnum MVS árið 2016 voru 30, árið 2017 voru 30 fundir, árið 2018 40 fundir og árið 2019 40 fundir.
     Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins: Fundir með aðilum í útlöndum árið 2016 voru fjórir, árið 2017 35 fundir, árið 2018 fjórir og árið 2019 fjórir.
     Barnaverndarstofa: Barnaverndarstofa hefur fundað með erlendum aðilum í gegnum Skype eða notast við símafundi en ekki notað til þess sérstakan fjarfundabúnað. Ekki eru til upplýsingar um fjölda þeirra funda.
     Fjölmenningarsetur: Engir fjarfundir voru haldnir með aðilum í útlöndum á tímabilinu en Fjölmenningarsetur fylgist reglulega með ráðstefnum erlendis sem er streymt í gegnum fjarfundaforrit, eða svokallað Webinar.
     Embætti ríkissáttasemjari: Enginn fundur
    Úrskurðarnefnd velferðarmála: Enginn fundur haldin með aðilum í útlöndum með fjarfundabúnaði á árunum 2016–2019.
     Umboðsmaður skuldara: Enginn fundur hefur verið haldinn með fjarfundabúnaði með aðilum í útlöndum.