Ferill 463. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 675  —  463. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um stefnu í þjónustu við aldraða.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni og Ólafi Þór Gunnarssyni.


     1.      Telur ráðherra að tímabært sé að skoða búsetu á hjúkrunarheimili með öðrum hætti en nú er, t.d. með aukinni áherslu á heimilisbrag og sveigjanlegri félagslega aðstoð fremur en heilbrigðisþjónustu?
     2.      Telur ráðherra að fjárhagsleg umgjörð í starfsemi hjúkrunarheimila sé í nútímalegu og eðlilegu horfi, t.d. hvað varðar greiðsluhlut skjólstæðinganna sjálfra?
     3.      Telur ráðherra að tímabært sé að huga að grundvallaráherslubreytingum í þjónustu við aldraða þar sem markvisst verði horfið frá stofnanauppbyggingu en þess í stað gerð langtímaáætlun um húsnæðisátak í þágu aldraðra samhliða raunverulegu átaki í heimaþjónustu, bæði á félags- og heilbrigðissviði?
     4.      Telur ráðherra grundvöll til þess að í samvinnu við Íbúðalánasjóð verði unnið að sérstöku átaki í þessu efni?
     5.      Mun ráðherra beita sér fyrir auknum framlögum til málaflokksins á næstu árum?