Ferill 491. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 754  —  491. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um starfsemi Hafrannsóknastofnunar.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Hvernig metur ráðherra framtíðarstarfsemi Hafrannsóknastofnunar miðað við það fjármagn sem stofnuninni var úthlutað á grundvelli fjárlaga fyrir árið 2020?
     2.      Telur ráðherra að stofnunin geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og haldið óbreyttum starfsmannafjölda?
     3.      Fjölgar verkefnum stofnunarinnar á næstunni og ef svo er, hefur hún fjármagn til að takast á við þau og til að fjölga starfsfólki ef þörf krefur?


Skriflegt svar óskast.