Ferill 371. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 760  —  371. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á þinglýsingalögum og lögum um skráningu og mat fasteigna (aflýsingar).

(Eftir 2. umræðu, 16. desember.)


I. KAFLI

Breyting á þinglýsingalögum, nr. 39/1978, með síðari breytingum.

1. gr.

    Á eftir orðinu „þinglýsinga“ tvívegis í 5. mgr. 5. gr. laganna kemur: og aflýsinga.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
     a.      Á eftir 1. málsl. kemur nýr málsliður sem orðast svo: Veðskuldabréf og tryggingarbréf skulu ávallt árituð um veðbreytinguna.
     b.      Í stað orðsins „handhafabréf“ í 2. málsl. kemur: þinglýsingu á skjali.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 39. gr. laganna:
     a.      Við 1. mgr. bætist: eða aflýsing fer fram með rafrænni færslu.
     b.      Orðin „sbr. ákvæði til bráðabirgða II í lögum um aukatekjur ríkissjóðs“ í 2. mgr. falla brott.

II. KAFLI

Breyting á lögum um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum.

4. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Í þeim tilvikum þegar kröfuhafi er ríkissjóður, opinber stofnun, banki, sparisjóður, lífeyrissjóður, tryggingafélag eða verðbréfasjóður ber kröfuhafa ekki, þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. 24. gr., að greiða gjald fyrir vélrænar fyrirspurnir úr þinglýsingabók ef fyrirspurnin er nauðsynleg og í beinum tengslum við leiðréttingu á skráningu kröfuhafa og fyrir liggur þjónustusamningur við Þjóðskrá Íslands.

5. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.