Ferill 240. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 848  —  240. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Sigurði Páli Jónssyni um aukinn útflutning á óunnum fiski.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hyggst ráðherra sporna við síauknum útflutningi á óunnum fiski og grípa til aðgerða svo að fiskur sé fullunninn hér á landi þannig að skapist virðisauki? Ef svo er, hverjar eru þær aðgerðir og hvenær eru þær áformaðar? Ef ekki, hver er ástæðan?

    Með erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis 11. desember sl. er spurningum beint til fimm ráðherra varðandi hliðstæð álitaefni og þau sem fram koma í fyrirspurn þessari. Stofnuð hefur verið verkefnastjórn félagsmálaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, umhverfis- og auðlindaráðuneytis auk atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis til þess að stýra öflun gagna og greiningarvinnu vegna framangreinds erindis. Þegar sú vinna liggur fyrir verður kominn grundvöllur til að taka ákvörðun um aðgerðir verði það raunin. Af þessari ástæðu þykir rétt að bíða með að svara fyrirspurninni en lagt verður allt kapp á að hraða vinnu verkefnisstjórnarinnar svo að svör við þeim spurningum berist þinginu sem fyrst.