Ferill 522. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 863  —  522. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um aðgreiningu á afkomu ÁTVR af sölu áfengis og sölu tóbaks.

Frá Þorsteini Víglundssyni.


     1.      Hver er heildarafkoma ÁTVR af sölu áfengis annars vegar og heildsölu tóbaks hins vegar? Óskað er eftir sundurliðun fyrir árin 2013–2018.
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að ÁTVR gefi framvegis gleggri mynd af afkomu fyrirtækisins í samræmi við 1. mgr. 5. gr. laga nr. 3/2006, um ársreikninga, með því að greina á milli afkomu þess af sölu tóbaks annars vegar og áfengis hins vegar?


Skriflegt svar óskast.