Ferill 526. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 868  —  526. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um reiknilíkan nemendaígildis á framhaldsskólastigi.

Frá Smára McCarthy.

     1.      Hvernig eru nemendaígildi reiknuð á framhaldsskólastigi? Full útlistun reiknilíkans óskast, með viðeigandi breytum sem hafa áhrif á framlög til skóla á framhaldsskólastigi.
     2.      Hvaða önnur framlög eru til skóla á framhaldsskólastigi og hvernig er þeim skipt eftir skólum? Hvernig eru slík aukaframlög reiknuð?
     3.      Eru dæmi um að skólum sé mismunað um fjármagn á grundvelli þátta sem koma ekki fram í reiknilíkönum? Ef svo er, hvaða þátta?


Skriflegt svar óskast.