Ferill 403. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 876  —  403. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur um biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrýmum.


     1.      Hversu margir einstaklingar, sem hafa farið í gegnum færni- og heilsumat, eru á biðlista eftir varanlegu hjúkrunar- og dvalarrými (fyrsta val á heimili), sundurliðað eftir heimilum sem fá greidd daggjöld frá Sjúkratryggingum Íslands?
     2.      Hver er meðalbiðtími þeirra sem eru á biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrými, sundurliðað eftir hjúkrunar- og dvalarheimilum?
    Hinn 1. nóvember 2019 voru 390 einstaklingar á biðlista eftir varanlegu hjúkrunarrými og 80 á biðlista eftir varanlegu dvalarrými. Er þá miðað við að skráð hafi verið ósk um heimili og ekki sé um að ræða flutning milli heimila.
    Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ásgerðar K. Gylfadóttur um stöðu á biðlistum, þskj. 631, 283. mál, voru tölur fengnar frá færni- og heilsumatsnefndum. Samkvæmt þeim tölum beið 491 eftir hjúkrunarrými en nefndirnar fengu ekki forsendur um hvaða skilyrði ætti að miða við til að telja á biðlista. Ætla má að það skýri mismuninn.
    Sundurliðun eftir heimilum má sjá í eftirfarandi töflum.

Tafla 1: Fjöldi einstaklinga á biðlista eftir hjúkrunarrými og meðalbiðtími í dögum, sundurliðað á hjúkrunarheimili 1. nóvember 2019.
Hjúkrunarheimili Fjöldi á biðlista Meðalbiðtími í dögum Fjöldi sem beðið hefur lengur en 90 daga
Ás, Hveragerði 4 250 3
Barmahlíð, Reykhólum 0 0 0
Brákarhlíð Borgarnesi 6 94 2
Dalbær, Dalvík 6 137 3
Droplaugarstaðir, Reykjavík 6 126 3
Dvalarheimilið Stykkishómi 1 10 0
Eir, Reykjavík 9 69 2
Fellaskjól, Grundarfirði 3 87 1
Fellsendi, Dalasýslu 1 375 1
Grenilundur, Grenivík 1 31 0
Grund, Reykjavík 8 78 2
Hamrar, Mosfellsbæ 7 127 3
HSU Höfn, Hornafirði 2 10 0
HSU Selfossi 9 54 1
HSU Vestmannaeyjum 1 80 0
HVE Stykkishólmi 0 0 0
HVEST Patreksfirði 1 296 1
Hjallatún, Vík 0 0 0
HVEST Þingeyri – Tjörn 2 256 1
Seltjörn, Seltjarnarnesi 10 167 7
Hornbrekka, Ólafsfirði 0 0 0
Boðaþing, Kópavogi 13 105 4
Hrafnista Hlévangur 2 157 2
Hrafnista Hraunvangur 18 143 8
Ísafold, Garðabæ 21 74 8
Hrafnista Laugarás 24 96 10
Nesvellir, Reykjanesbæ 8 108 4
Sléttuvegur, Reykjavík 25 64 4
Hraunbúðir, Vestmannaeyjum 2 196 2
HSA Dyngja, Egilsstöðum 7 154 4
HSA Fossahlíð, Seyðisfirði 2 183 2
HSA Neskaupstað 1 31 0
HSN Blönduósi 3 23 0
HSN Fjallabyggð 6 164 3
HSN Húsavík 4 694 4
HSN Sauðárkróki 7 527 7
Hulduhlíð, Eskifirði 5 154 3
Hvammur, Húsavík 5 182 2
HVE Hólmavík 0 0 0
HVE Hvammstanga 3 64 1
HVEST Berg, Bolungarvík 1 16 0
HVEST Eyri, Ísafirði 9 220 7
Höfði, Akranesi 29 162 17
Jaðar, Ólafsvík 1 140 1
Kirkjuhvoll, Hvolsvelli 2 24 0
Klausturhólar, Kirkjubæjarklaustri 0 0 0
Lundur, Hellu 2 157 1
Mörk, Reykjavík 37 190 24
Naust, Þórshöfn 0 0 0
Roðasalir, Kópavogi 3 182 2
Seljahlíð, Reykjavík 0 0 0
Silfurtún, Búðardal 0 0 0
Skjól, Reykjavík 4 94 1
Skógarbær, Reykjavík 7 108 4
Sóltún, Reykjavík 6 100 3
Sólvangur, Hafnarfirði 9 64 2
Sólvellir, Eyrarbakka 1 10 0
Sundabúð, Vopnafirði 0 0 0
Sunnuhlíð, Kópavogi 8 90 2
Sæborg, Skagaströnd 0 0 0
Uppsalir, Fáskrúðsfirði 1 86 0
Víðihlíð, Grindavík 4 243 4
Öldrunarheimili Akureyrar, Lögmannshlíð 8 287 5
Öldrunarheimili Akureyrar, Hlíð 25 281 16
Samtals 390 187

Tafla 2: Fjöldi einstaklinga á biðlista eftir dvalarrýmum og meðalbiðtími í dögum, sundurliðað á hjúkrunarheimili.
Hjúkrunarheimili Fjöldi á biðlista Meðalbiðtími í dögum Fjöldi sem beðið hefur lengur en 90 daga
Ás, Hveragerði 2 26 0
Brákarhlíð Borgarnesi 5 181 2
Dalbær, Dalvík 2 644 2
Fellaskjól, Grundarfirði 1 44 0
Grund, Reykjavík 1 60 0
Hrafnista Hraunvangur 2 493 2
Hrafnista Laugarás 1 185 1
Hraunbúðir, Vestmannaeyjum 4 219 4
HSN Blönduósi 3 92 1
HSN Sauðárkróki 12 491 9
Hvammur, Húsavík 17 313 11
Höfði, Akranesi 11 212 8
Jaðar, Ólafsvík 2 107 1
Kirkjuhvoll, Hvolsvelli 2 251 2
Lundur, Hellu 2 10 0
Silfurtún, Búðardal 2 109 1
Sólvellir, Eyrarbakka 1 435 1
Öldrunarheimili Akureyrar 2 – Hlíð 10 391 7
Samtals 80 52

     3.      Hvert er hlutfall þeirra sem hlotið hafa varanlega vist á hjúkrunar- og dvalarheimili og hafa færni- og heilsumat úr öðrum heilbrigðisumdæmum en viðkomandi heimili er í, sundurliðað eftir hjúkrunar- og dvalarheimilum?
    Á árunum 2014–2018 var 4.721 dvalar- eða hjúkrunarrými úthlutað á landsvísu (þar sem skráð var hvaða færni- og heilsumatsnefnd hafði afgreitt umsókn um varanlega búsetu í dvalar- eða hjúkrunarrými). Af þeim var 179 veitt rými í öðru heilbrigðisumdæmi en færni- og heilsumat var gert, eða 3,8%. Á sama tíma var 335 dvalarrýmum úthlutað, þar af var 4,3% veitt í öðru heilbrigðisumdæmi en færni- og heilsumat var gert. Á eftirfarandi töflum má sjá sundurliðun eftir heimilum, annars vegar fyrir úthlutuðum hjúkrunarrýmum (tafla 3) og hins vegar fyrir úthlutuðum dvalarrýmum (tafla 4).

Tafla 3: Hlutfall úthlutaðra hjúkrunarrýma árin 2014–2018 þar sem færni- og heilsumat er framkvæmt af færni- og heilsumatsnefnd annars heilbrigðisumdæmis en hjúkrunarheimilið er í, sundurliðað á hjúkrunarheimili.
Heimili Fjöldi úthlutaðra hjúkrunarrýma Hlutfall veitt úr öðru heilbrigðisumdæmi
Ás, Hveragerði 89 20,2
Barmahlíð, Reykhólum 10 90,0
Blesastaðir, Skeiðum 1 0,0
Brákarhlíð Borgarnesi 45 20,0
Dalbær, Dalvík 22 4,5
Droplaugarstaðir, Reykjavík 179 0,6
Dvalarheimilið Stykkishómi 16 12,5
Eir, Reykjavík 261 1,5
Fellaskjól, Grundarfirði 7 14,3
Fellsendi, Dalasýslu 21 81,0
Garðvangur, Garði 4 0,0
Grenilundur, Grenivík 8 0,0
Grund, Reykjavík 418 2,6
Hamrar, Mosfellsbæ 58 0,0
HSU – Höfn, Hornafirði 47 6,4
HSU – Selfossi 53 0,0
HSU – Vestmannaeyjum 22 4,5
HVEST – Patreksfirði 24 4,2
HSS Reykjanesbæ 6 0,0
Hjallatún, Vík 42 11,9
HVEST Þingeyri – Tjörn 8 0,0
Hlévangur Keflavík 1 0,0
Hornbrekka, Ólafsfirði 28 7,1
Hrafnista Boðaþing 80 2,5
Hrafnista Hlévangur 59 1,7
Hrafnista Hraunvangur 219 3,2
Hrafnista Ísafold 97 1,0
Hrafnista Laugarás 297 2,0
Nesvellir, Reykjanesbæ 100 3,0
Hraunbúðir, Vestmannaeyjum 37 0,0
HSA – Dyngja Egilsstöðum 62 0,0
HSA – Fossahlíð, Seyðisfirði 26 0,0
HSA – Neskaupstað 19 5,3
HSN Blönduósi 27 7,4
HSN Fjallabyggð 31 0,0
HSN Húsavík 51 2,0
HSN Sauðárkróki 59 1,7
Hulduhlíð Eskifirði 19 0,0
Hvammur, Húsavík 22 0,0
HVE Hólmavík 11 18,2
HVE Hvammstanga 20 5,0
HVEST – Berg, Bolungarvík 17 5,9
HVEST – Eyri, Ísafirði 60 8,3
Höfði, Akranesi 77 10,4
Ísafold, Garðabæ 59 0,0
Jaðar, Ólafsvík 11 27,3
Kirkjuhvoll, Hvolsvelli 18 11,1
Klausturhólar, Kirkjubæjarklaustri 24 8,3
Kumbaravogur, Stokkseyri 38 10,5
Lundur, Hellu 58 8,6
Mörk, Reykjavík 165 2,4
Naust, Þórshöfn 10 10,0
Roðasalir, Kópavogi 14 0,0
Seljahlíð, Reykjavík 34 0,0
Silfurtún, Búðardal 15 13,3
Skjól, Reykjavík 168 0,6
Skógarbær, Reykjavík 183 3,3
Sóltún, Reykjavík 182 1,6
Sólvangur, Hafnarfirði 139 2,9
Sólvellir, Eyrarbakka 5 0,0
Sundabúð, Vopnafirði 15 0,0
Sunnuhlíð – Vigdísarholt 118 0,0
Sunnuhlíð, Kópavogi 15 0,0
Sæborg, Skagaströnd 8 0,0
Uppsalir, Fáskrúðsfirði 28 0,0
Víðihlíð, Grindavík 27 11,1
Öldrunarheimili Akureyrar 1 – Lögmannshlíð 83 0,0
Öldrunarheimili Akureyrar 2 – Hlíð 209 0,5
Samtals 4.386 3,8

Tafla 4:Hlutfall úthlutaðra dvalarrýma árin 2014–2018 þar sem færni- og heilsumat er framkvæmt af færni- og heilsumatsnefnd annars heilbrigðisumdæmis en hjúkrunarheimilið er í, sundurliðað á hjúkrunarheimili.
Heimili Fjöldi úthlutaðra dvalarrýma Hlutfall veitt úr öðru heilbrigðisumdæmi
Ás, Hveragerði 23 13,0
Barmahlíð, Reykhólum 2 50,0
Blesastaðir, Skeiðum 6 0,0
Brákarhlíð Borgarnesi 26 11,5
Dalbær, Dalvík 24 0,0
Dvalarheimilið Stykkishómi 12 8,3
Fell, Reykjavík 4 0,0
Fellaskjól, Grundarfirði 2 0,0
Grenilundur, Grenivík 2 0,0
Grund, Reykjavík 4 0,0
Heilbrigðisstofnun Suðurlands – Höfn, Hornafirði 5 20,0
Hjallatún, Vík 3 0,0
Hornbrekka, Ólafsfirði 13 0,0
Hrafnista Hraunvangur 35 5,7
Hrafnista Laugarás 4 0,0
Hraunbúðir, Vestmannaeyjum 11 0,0
HSN Blönduósi 20 5,0
HSN Sauðárkróki 17 0,0
Hvammur, Húsavík 21 0,0
Höfði, Akranesi 31 0,0
Jaðar, Ólafsvík 8 0,0
Kirkjuhvoll, Hvolsvelli 1 0,0
Klausturhólar, Kirkjubæjarklaustri 5 40,0
Lundur, Hellu 3 0,0
Silfurtún, Búðardal 5 0,0
Sólvellir, Eyrarbakka 16 0,0
Sæborg, Skagaströnd 1 0,0
Uppsalir, Fáskrúðsfirði 8 0,0
Öldrunarheimili Akureyrar, Hlíð 23 0,0
Samtals     335     4,2

     4.      Hversu margir þeirra, sem hafa færni- og heilsumat og eru á biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrými, liggja á legudeildum heilbrigðisstofnana, þar á meðal Landspítala? Hvert er hlutfall legudaga þessara einstaklinga af heildarlegudögum viðkomandi legudeilda frá síðastliðnum áramótum?
    Fjöldi þeirra einstaklinga sem voru með gilt færni- og heilsumat og biðu á Landspítala eftir varanlegu hjúkrunarrými voru að meðaltali 44 einstaklingar frá janúar og út nóvember árið 2019 og nýtti 9,8% þeirra legudaga sem nýttir voru á viðkomandi deildum á þeim tíma. Þetta er fyrir utan þá sem dvelja í biðrýmum á Vífilsstöðum sem eingöngu eru ætluð til þeirrar starfsemi en það eru 44 rými og eru fullnýtt.
    Á Sjúkrahúsinu á Akureyri var fjöldi þeirra einstaklinga sem voru með gilt færni- og heilsumat í bið eftir varanlegu hjúkrunarrými að meðaltali 4,4 á hverjum tíma frá janúar og út nóvember árið 2019 og nýtti 3,35% þeirra legudaga sem nýttir voru á viðkomandi deildum á þeim tíma.
    Ekki var unnt að kalla þessar upplýsingar fram á öðrum heilbrigðisstofnunum og voru þær því beðnar um punktstöðu 12. desember sl. með tilliti til fjölda inniliggjandi einstaklinga á biðlista eftir varanlegu hjúkrunar- eða dvalarrými og hlutfalli þeirrar nýtingar rúma á heildarfjölda rúma á viðkomandi stofnun.
    Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja voru þrír einstaklingar inniliggjandi og á biðlista eftir hjúkrunarrými og samsvaraði það nýtingu 15,4% rúma á þar.
    Á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi voru átta einstaklingar inniliggjandi og á biðlista eftir hjúkrunarrými og samsvaraði það 28,6% nýtingu rúma þar.
    Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði var einn einstaklingur inniliggjandi og á biðlista eftir hjúkrunarrými og samsvaraði það 6,7% nýtingu rúma þar.
    Á Heilbrigðisstofnun Norðurlands var einn einstaklingur inniliggjandi á Húsavík og á biðlista eftir hjúkrunarrými og samsvaraði það 12,5% nýtingu rúma þar og á Sauðárkróki voru þrír inniliggjandi og á biðlista eftir hjúkrunarrými sem samsvaraði 42,8% nýtingu rúma þar.
    Á Heilbrigðisstofnun Austfjarða var einn einstaklingur inniliggjandi og á biðlista eftir hjúkrunarrými og samsvaraði það 4,3% nýtingu rúma þar.
    Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands voru þrír einstaklingar inniliggjandi á Selfossi og á biðlista eftir hjúkrunarrými og samsvaraði það 16,7% nýtingu rúma þar og í Vestmannaeyjum voru þrír inniliggjandi og á biðlista eftir hjúkrunarrými sem samsvaraði 20% nýtingu rúma þar.