Ferill 548. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 903  —  548. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um hvata fyrir fyrirtæki í landbúnaði og sjávarútvegi og líffræðilega fjölbreytni.

Frá Unu Hildardóttur.


     1.      Er hafin vinna í ráðuneytinu við að skapa jákvæða hvata fyrir fyrirtæki í landbúnaði og sjávarútvegi til að verðlauna þau fyrir breytingar á framleiðsluháttum sem stuðla að verndun og eflingu líffræðilegrar fjölbreytni?
     2.      Er hafin vinna í ráðuneytinu við að útrýma skaðlegum hvötum sem gerir fyrirtækjum í landbúnaði og sjávarútvegi kleift að stunda framleiðslu sem skaðar líffræðilega fjölbreytni?
     3.      Hver eru áform ráðherra í þessum efnum?


Skriflegt svar óskast.