Ferill 592. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 970  —  592. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um eftirlit með samruna.

Frá Gunnari Braga Sveinssyni.


     1.      Í hvaða tilvikum hefur Samkeppniseftirlitið sett utanaðkomandi umsjónar- eða eftirlitsaðila til að hafa eftirlit með samruna fyrirtækja og hve lengi hefur slíkt eftirlit staðið í hverju tilviki?
     2.      Hvaða aðilar, aðrir en Samkeppniseftirlitið, hafa haft með höndum slíkt eftirlit, þ.e. eftirlit sem heyrir undir Samkeppniseftirlitið?
     3.      Hvað hefur verið greitt fyrir eftirlitið í hverju tilviki, hver bar kostnaðinn og hvaða aðili, þ.e. fyrirtæki eða einstaklingur, þáði greiðsluna?


Skriflegt svar óskast.