Ferill 330. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 1035  —  330. mál.
Breytt orðalag.

2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd (heimildir til rannsókna og framfylgdar).

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar (PállM, AKÁ, BjG, SÞÁ, GuðmT, BÁ, JSV, ÞórP).


     1.      3. gr. orðist svo:
                  Fyrirsögn IV. kafla laganna verður: Góðir viðskiptahættir o.fl.
     2.      4. gr. orðist svo:
                  Á eftir orðunum „lög þessi taka til“ í 1. mgr. 20. gr. a laganna kemur: eða á stað þar sem gögn eru varðveitt.
     3.      Á eftir 5. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Fyrirsögn VIII. kafla laganna verður: Upplýsingaöflun.
     4.      6. gr. orðist svo:
                  Á undan 21. gr. b laganna, sem verður 21. gr. c, kemur ný grein, 21. gr. b, svohljóðandi:
                  Neytendastofa skal leitast við að fá fyrirtæki til að haga starfsemi sinni í samræmi við lög þessi, m.a. með sáttaumleitan.
                  Brjóti viðskiptahættir gegn lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim getur Neytendastofa tekið við skriflegum skuldbindingum um að látið sé af brotinu eða tekið ákvörðun skv. IX. kafla. Neytendastofa getur einnig kallað eftir skriflegum skuldbindingum um að neytendum sem brotið hafði áhrif á verði boðnar viðeigandi úrbætur.
     5.      Í stað orðanna „heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða“ í 1. mgr. b-liðar 7. gr. komi: háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda.
     6.      Við 8. gr.
                  a.      Í stað orðanna „heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða“ í 2. mgr. a-liðar komi: háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda.
                  b.      Í stað orðanna „II.–VI. og VII. kafla“ í 2. mgr. a-liðar komi: II.–VII. kafla.
                  c.      4. mgr. a-liðar orðist svo:
                          Þeir sem lagt verður fyrir að leysa af hendi athafnir skv. a–d-lið 2. mgr. og þeir sem taldir eru brjóta gegn ákvæðum II.–VII. kafla skulu fá réttarstöðu gerðarþola eftir því sem við verður komið. Ef við á skal rétthafa léns tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990.
                  d.      Við a-lið bætist fyrirsögn, svohljóðandi: Lögbann.
                  e.      Í stað orðanna „og dæmdar eða viðurkenndar skaðabætur“ í 5. mgr. b-liðar komi: og/eða dæmda eða viðurkennda kröfu um skaðabætur.
                  f.      Við b-lið bætist fyrirsögn, svohljóðandi: Úrræði.
     7.      Á eftir 8. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Fyrirsögn IX. kafla laganna verður: Úrræði, viðurlög o.fl.
     8.      Við 10. gr.
                  a.      Við a-lið bætist fyrirsögn, svohljóðandi: Prufukaup.
                  b.      Í stað orðanna „heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða“ í 1. mgr. b-liðar komi: háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda.
                  c.      Við b-lið bætist fyrirsögn, svohljóðandi: Bráðabirgðaákvarðanir.
                  d.      Í stað orðanna „sem hafa orðið fyrir áhrifum af brotinu“ í 2. mgr. c-liðar komi: sem brotið hafði áhrif á.
                  e.      Við c-lið bætist fyrirsögn, svohljóðandi: Sáttaheimild.
                  f.      Í stað orðanna „heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða“ í 2. mgr. d-liðar komi: háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda.
                  g.      4. mgr. d-liðar orðist svo:
                          Þeir sem lagt verður fyrir að leysa af hendi athafnir skv. a–d-lið 2. mgr. og þeir sem taldir eru brjóta gegn ákvæðum 13.–17. gr. skulu fá réttarstöðu gerðarþola eftir því sem við verður komið. Ef við á skal rétthafa léns tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990.
                  h.      Við d-lið bætist fyrirsögn, svohljóðandi: Lögbann.
     9.      Á eftir 10. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Fyrirsögn VI. kafla laganna verður: Auglýsing og kynning lyfja og rannsóknar- og framfylgdarheimildir.
     10.      Við 13. gr.
                  a.      Við a-lið bætist fyrirsögn, svohljóðandi: Prufukaup.
                  b.      Í stað orðanna „heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða“ í 1. mgr. b-liðar komi: háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda.
                  c.      Við b-lið bætist fyrirsögn, svohljóðandi: Bráðabirgðaákvarðanir.
                  d.      Í stað orðanna „sem hafa orðið fyrir áhrifum af brotinu“ í 2. mgr. c-liðar komi: sem brotið hafði áhrif á.
                  e.      Við c-lið bætist fyrirsögn, svohljóðandi: Sáttaheimild.
                  f.      Í stað orðanna „heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða“ í 2. mgr. d-liðar komi: háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda.
                  g.      4. mgr. d-liðar orðist svo:
                     Þeir sem lagt verður fyrir að leysa af hendi athafnir skv. a–d-lið 2. mgr. og þeir sem taldir eru brjóta gegn ákvæðum laga þessara skulu fá réttarstöðu gerðarþola eftir því sem við verður komið. Ef við á skal rétthafa léns tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990.
                  h.      Við d-lið bætist fyrirsögn, svohljóðandi: Lögbann.
     11.      Við 15. gr.
                  a.      Í stað orðanna „heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða“ í 1. mgr. a-liðar og 2. mgr. c-liðar komi: háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda.
                  b.      Við a-lið bætist fyrirsögn, svohljóðandi: Bráðabirgðaákvarðanir.
                  c.      Í stað orðanna „sem hafa orðið fyrir áhrifum af brotinu“ í 2. mgr. b-liðar komi: sem brotið hafði áhrif á.
                  d.      Við b-lið bætist fyrirsögn, svohljóðandi: Sáttaheimild.
                  e.      4. mgr. c-liðar orðist svo:
                     Þeir sem lagt verður fyrir að leysa af hendi athafnir skv. a–d-lið 2. mgr. og þeir sem taldir eru brjóta gegn ákvæðum VI. kafla skulu fá réttarstöðu gerðarþola eftir því sem við verður komið. Ef við á skal rétthafa léns tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990.
                  f.      Við c-lið bætist fyrirsögn, svohljóðandi: Lögbann.
     12.      Á eftir 15. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Í stað orðanna „1. mgr.“ í a-lið 1. mgr. 53. gr. laganna kemur: 1. og 3. mgr.
     13.      Við 17. gr.
                  a.      Í stað orðanna „heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða“ í 1. mgr. b-liðar komi: háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda.
                  b.      Í stað orðanna „sem hafa orðið fyrir áhrifum af brotinu“ í 2. mgr. c-liðar komi: sem brotið hafði áhrif á.
                  c.      Í stað orðanna „heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða“ í 2. mgr. d-liðar komi: háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda.
                  d.      Í stað orðanna „VI. kafla“ í 2. mgr. d-liðar komi: VII. kafla.
                  e.      4. mgr. d-liðar orðist svo:
                     Þeir sem lagt verður fyrir að leysa af hendi athafnir skv. a–d-lið 2. mgr. og þeir sem taldir eru brjóta gegn ákvæðum VII. kafla skulu fá réttarstöðu gerðarþola eftir því sem við verður komið. Ef við á skal rétthafa léns tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990.
     14.      Við 18. gr.
                  a.      Í stað orðanna „heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða“ í 2. mgr. b-liðar komi: háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda.
                  b.      Við 3. mgr. b-liðar bætist: skv. 2. mgr.
                  c.      Í stað orðanna „sem hafa orðið fyrir áhrifum af brotinu“ í 2. mgr. c-liðar komi: sem brotið hafði áhrif á.
                  d.      Í stað orðanna „heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða“ í 2. mgr. d-liðar komi: háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda.
                  e.      4. mgr. d-liðar orðist svo:
                     Þeir sem lagt verður fyrir að leysa af hendi athafnir skv. a–d-lið 2. mgr. og þeir sem taldir eru brjóta gegn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010, sbr. 148. gr. a, skulu fá réttarstöðu gerðarþola eftir því sem við verður komið. Ef við á skal rétthafa léns tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990.
     15.      20. gr. orðist svo:
                  Í stað 1. málsl. 4. mgr. 106. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um bætur vegna atvika sem greint er frá í 1. mgr., svo sem fyrirkomulag bótagreiðslna, ferðatilhögun, upphæð bóta og aðrar úrbætur til handa farþegum eða eigendum farangurs eða farms. Heimilt er að setja í reglugerð ákvæði um eftirlitsheimildir Samgöngustofu, svo sem með upplýsingaöflun, vettvangsskoðun og haldlagningu gagna, prufukaupum á vöru og þjónustu undir fölsku nafni eða auðkenni, heimildum til að stöðva brot, þar á meðal með bráðabirgðaákvörðun, gera sátt um stöðvun brots eða úrbætur fyrir neytendur og krefjast þess að látið sé af brotum.
     16.      Í stað orðanna „og reglugerða settum skv. 7. mgr.“ í 21. gr. komi: og reglugerðir settar skv. 7. og 8. mgr.
     17.      Við 23. gr.
                  a.      Í stað orðanna „heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða“ í 2. efnismgr. komi: háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda.
                  b.      4. efnismgr. orðist svo:
                          Þeir sem lagt verður fyrir að leysa af hendi athafnir skv. a–d-lið 2. mgr. og þeir sem taldir eru brjóta gegn ákvæðum laga og reglugerða skv. 2. mgr. skulu fá réttarstöðu gerðarþola eftir því sem við verður komið. Ef við á skal rétthafa léns tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990.
     18.      Við 25. gr.
                  a.      Í stað orðanna „sem hafa orðið fyrir áhrifum af brotinu“ í 2. mgr. a-liðar komi: sem brotið hafði áhrif á.
                  b.      Í stað orðanna „heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða“ í 2. mgr. b-liðar komi: háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda.
                  c.      4. mgr. b-liðar orðist svo:
                          Þeir sem lagt verður fyrir að leysa af hendi athafnir skv. a–d-lið 2. mgr. og þeir sem taldir eru brjóta gegn ákvæðum 17.–21. gr. skulu fá réttarstöðu gerðarþola eftir því sem við verður komið. Ef við á skal rétthafa léns tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990.
     19.      26. gr. orðist svo:
            Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 30. gr. laganna:
                  a.      Á eftir 7. tölul. koma tveir nýir töluliðir sem verða 8.–9. tölul., svohljóðandi:
                8. 17. gr. um áskilnað eða fyrirvara um ábyrgð.
                9. 18. gr. um bætur til farþega.
                  b.      Á eftir 8. tölul., sem verður 10. tölul., kemur nýr töluliður sem verði 11. tölul., svohljóðandi:
                 11. 20. gr. um samningsskilmála og tryggingavernd.
     20.      27. gr. orðist svo:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi.