Ferill 565. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1041  —  565. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Þórarni Inga Péturssyni um sölu og dreifingu kjöts úr heimaslátrun.


     1.      Hversu mörg mál hafa komið inn á borð Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga frá árinu 2014 þar sem grunur hefur verið um sölu eða dreifingu kjöts úr heimaslátrun?
    Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun og heilbrigðisnefndum sveitarfélaga hafa sjö mál komið upp þar sem grunur hefur verið um sölu eða dreifingu kjöts úr heimaslátrun.

     2.      Í hversu mörgum tilvikum hefur slíkum málum verið vísað til lögreglu?
    Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun og heilbrigðisnefndum sveitarfélaga hefur tveimur slíkum málum verið vísað til lögreglu.

     3.      Í hve mörgum tilvikum hefur verið gefin út ákæra?
    Í einu tilviki var gefin út ákæra en í hinu málinu hætti lögregla rannsókn og var málið fellt niður.