Ferill 695. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 1197  —  695. mál.
Flutningsmenn.

2. umræða.



Breytingartillaga


við breytingartillögu á þingskjali 1191 [Fjáraukalög 2020].

Frá Ágústi Ólafi Ágústssyni, Birgi Þórarinssyni, Birni Leví Gunnarssyni, Ingu Sæland og Þorsteini Víglundssyni.


    Fjárhæðin 1.286,0 m.kr. í 6. tölul. hækki um 7.300,0 m.kr.

Greinargerð.

    Vegna ótrúlegs álags er lagt til að greidd verði sérstök 200.000 kr. eingreiðsla til þess starfsfólks í heilbrigðis- og félagsþjónustu sem hefur unnið við umönnun COVID-smitaðra sjúklinga. Samhliða þessari greiðslu er sérstaklega hvatt til að ríkisvaldið gangi frá kjarasamningum við þær heilbrigðisstéttir sem ósamið er við. Þá er lagt til aukið framlag til vaxta- og húsnæðisbóta til að mæta fyrirsjáanlegri kaupmáttarskerðingu (3 milljarðar kr.) en það nær til tekjulágra einstaklinga. Stjórnarandstaðan leggur til að eldri borgarar fái sambærilega eingreiðslu og öryrkjar fá, upp á 20.000 kr. Framlög til að greiða fyrirsjáanlegan kostnað heilbrigðiskerfis vegna faraldursins verði aukin um 1 milljarð kr. og 200 millj. kr. verði lagðar til að fjármagna fjölgun NPA-samninga. Loks verði 200 millj. kr. lagðar til við SÁÁ, m.a. vegna minnkandi sjálfsaflafjár í kjölfar faraldursins og 100 millj. kr. renni til aukins stuðnings við fjölskyldur langveikra barna sem hafa orðið fyrir talsverðu tekjutapi vegna faraldursins.