Ferill 724. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1338  —  724. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020.

Frá Ágústi Ólafi Ágústssyni, Birgi Þórarinssyni, Birni Leví Gunnarssyni, Ingu Sæland og Andrési Inga Jónssyni.


Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Samtals
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 1:
34 Almennur varasjóður og sértækar fjárráðstafanir
Við 34.20 Sértækar fjárráðstafanir
    09 Fjármála- og efnahagsráðuneyti
a.     Rekstrartilfærslur
2.500,0 16.350,0 18.850,0
b.      Framlag úr ríkissjóði
2.500,0 16.350,0 18.850,0

Greinargerð.

Fyrirtæki og störf: 16,35 milljarðar kr.
     1.      Lokunarstyrkir til fyrirtækja sem eiga eingöngu rétt á stuðningslánum samkvæmt tillögu frá ríkisstjórnarflokkunum en stjórnarandstaðan leggur hér til að þessi fyrirtæki fái einnig lokunarstyrki eins og þau fyrirtæki sem þurftu að loka vegna tilmæla sóttvarnayfirvalda. Um væri að ræða helming fjárhæðar fyrirhugaðra lokunarstyrkja að fjárhæð 8 milljarðar kr.
     2.      Frysting lána hjá öllum ferðaþjónustufyrirtækjum í 18 mánuði að fjárhæð 8 milljarðar kr.
     3.      Aukinn stuðningur til fjölmiðla að fjárhæð 350 millj. kr. Slíkt væri í samræmi við boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar en engir fjármunir fylgdu þeim loforðum í frumvarpinu.