Ferill 724. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 1341  —  724. mál.
Fjárhæð í 4. tölul.

2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020.

Frá Jóni Steindóri Valdimarssyni.

     1.      Á undan Sundurliðun 1 kemur ný grein, svohljóðandi: Liðurinn 121 Tryggingagjöld vegna almannatrygginga í sundurliðun 1 í fjárlögum fyrir árið 2020 lækki um 11 milljarða kr.

07 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar
2. Við 07.10 Vísindi og samkeppnissjóðir í rannsóknum
    02 Mennta- og menningarmálaráðuneyti
a. Heildarfjárheimild
650,0 650,0
b.      Fjárfestingarframlög
650,0 650,0
    04 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
a. Heildarfjárheimild
600,0 600,0
b.      Fjárfestingarframlög
600,0 600,0
11 Samgöngu- og fjarskiptamál
3. Við 11.10 Samgöngur
    10 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti
a. Heildarfjárheimild
5.000,0 5.000,0
b.      Fjárfestingarframlög
5.000,0 5.000,0
30 Vinnumarkaður og atvinnuleysi
4. Við 30.10 Vinnumál og atvinnuleysi
    07 Félagsmálaráðuneyti
a. Heildarfjárheimild
4.200,0 1.000,0 5.200,0
b.      Framlag úr ríkissjóði
4.200,0 1.000,0 5.200,0

Greinargerð.

    Gerð er tillaga um að Rannsóknasjóður fái 600 millj. kr. framlag, Tækniþróunarsjóður 600 millj. kr. og Innviðasjóður 50 millj. kr.
    Vegagerðinni verði falið að hefja hönnun, undirbúning útboða og flýtingu verkefna sem unnt er að ráðast í á næstu tveimur árum (2,5 milljarðar kr.). Þá er gerð tillaga um framlag til þess að flýta framkvæmdum við Borgarlínu og framkvæmdum vegna skipulagsmála á höfuðborgarsvæðinu og göngu- og hjólastíga (2,5 milljarðar kr.).
    Loks er lagt til að framlag til sumarstarfa námsmanna verði 3,2 milljarðar kr. og gildissviðið verði útvíkkað þannig að það nái einnig til almenna markaðarins. Þannig verða til fleiri og fjölbreyttari störf.