Ferill 788. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1389  —  788. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um uppbyggingu á friðlýstum svæðum.

Frá Karli Gauta Hjaltasyni.


     1.      Telur ráðherra að mikil uppbygging á friðlýstum svæðum sé forsvaranleg þar sem ferðamenn vænta þess að upplifa ósnortna náttúru?
     2.      Hver eru viðmið stjórnvalda um samspil náttúru og mannvirkja þegar byggð er aðstaða á friðlýstum svæðum?
     3.      Hafa ráðuneytið eða stofnanir þess skoðað hvort sums staðar geti hentað að afnema friðlýsingu og hvort landeigendum sé betur treystandi til að byggja upp aðstöðu og vernda hin friðlýstu svæði? Ef svo er, hvar telur ráðherra það koma til greina?