Ferill 329. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1482  —  329. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna.

Frá 2. minni hluta allsherjar- og menntamálanefndar (GuðmT).


     1.      1. málsl. 2. mgr. 2. gr. orðist svo: Framfærslulán skulu nægja hverjum námsmanni til að standa straum af dæmigerðu neysluviðmiði á Íslandi að viðbættum húsnæðiskostnaði meðan á námi stendur, að teknu tilliti til fjölskyldustærðar námsmanns og búsetu.
     2.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað 1. málsl. 2. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Í úthlutunarreglum Menntasjóðs skal mælt fyrir um lánsrétt námsmanna. Ekki skal þó mæla fyrir um lægri lánsrétt en 420 ECTS-einingar eða ígildi þeirra.
                  b.      Í stað tölunnar „60“ í 3. mgr. komi: 180.
     3.      Við 11. gr.
                  a.      Orðin „teljist þeir tryggir lánþegar samkvæmt úthlutunarreglum“ í 2. mgr. falli brott.
                  b.      3. mgr. falli brott.
                  c.      Orðin „eða að þeirri fjárhæð sem ábyrgð hefur verið veitt fyrir skv. 3. mgr.“ í 4. mgr. falli brott.
                  d.      5. mgr. falli brott.
                  e.      Fyrirsögn verði: Umsókn og samtímagreiðslur.
     4.      Í stað orðanna „einu ári“ í 1. mgr. 19. gr. komi: tveimur árum.
     5.      Við 21. gr.
                  a.      Orðin „séu námslok áður eða á því ári er 35 ára aldri er náð“ í 1. mgr. falli brott.
                  b.      2. mgr. falli brott.
     6.      Við ákvæði til bráðabirgða II.
                  a.      Orðin „enda sé lánþegi í skilum við Lánasjóð íslenskra námsmanna og ekki á vanskilaskrá“ í 1. málsl. 1. mgr. falli brott.
                  b.      Orðin „enda sé lánþegi í skilum við Lánasjóð íslenskra námsmanna“ í 2. mgr. falli brott.
                  c.      3. mgr. falli brott.