Ferill 770. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1676  —  770. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni rannsóknarnefndar samgönguslysa.


     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum sinnir rannsóknarnefnd samgönguslysa?
    Um verkefni rannsóknarnefndar samgönguslysa er fjallað í 1. mgr. 4. gr. laga um rannsókn samgönguslysa, nr. 18/2013. Þar segir eftirfarandi:
    „Rannsóknir samgönguslysa og samgönguatvika skulu vera í höndum rannsóknarnefndar samgönguslysa sem annast rannsókn á einstökum slysa- og atvikaflokkum eftir því sem nánar greinir í lögum þessum.
    Samkvæmt því annast rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsóknir á samgönguslysum og alvarlegum samgönguatvikum. Þegar við á ná rannsóknirnar einnig til fyrirkomulags tilkynninga um slys, til leitar, björgunaraðgerða og annarra tengdra aðgerða sem ætlað er að draga úr afleiðingum slysa.

     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna rannsóknarnefndar samgönguslysa og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?
    Fjárveiting til nefndarinnar nam 172,7 mill. kr. á fjárlögum ársins 2020 að meðtalinni fjárfestingu. Í fjárlögum er kostnaður ekki áætlaður niður á lögbundin verkefni.
    Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar slys og atvik í flugi, á sjó og umferðarslys. Skipting kostnaðar á milli samgöngugreinanna er breytileg og fer bæði eftir fjölda slysa og kostnaði við að flytja samgöngutækið til rannsóknar. Sem dæmi má nefna að sérstaklega kostnaðarsamt getur reynst að ná bátum af hafsbotni.
    Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefnd samgönguslysa er gróf hlutfallsleg skipting kostnaðar á árinu 2019 eins og fram kemur í töflunni.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.