Ferill 855. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1786  —  855. mál.




Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.


     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum sinnir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu?
    Stofnunin byggir starfsemi sína á lögum nr. 160/2008.
    Í I. kafla laganna, 1. gr., eru markmið og hlutverk skilgreind og eru eftirfarandi:
    I. kafli.  Hlutverk, markmið, skipulag, stjórn og orðskýringar.     

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


  1. gr.  Markmið og hlutverk.     

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


 Starfrækja skal þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og [einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu].  1) Markmið hennar er að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða [með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu]  1) til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra, með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku.     

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


 Stofnunin skal veita þjónustu á sviði ráðgjafar, hæfingar og endurhæfingar. Jafnframt skal hún þjóna hlutverki þekkingarmiðstöðvar sem aflar og miðlar þekkingu á aðstæðum notenda í því skyni að bæta þjónustu og stuðla að framförum.     

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


 Stofnunin skal hafa yfirsýn yfir aðstæður þeirra sem eru blindir eða sjónskertir og gegna samhæfingarhlutverki gagnvart öðrum sem veita umræddum notendum þjónustu. Hún skal einnig sinna fræðslu, ráðgjöf og stuðningi við aðstandendur, skóla og aðrar þjónustustofnanir.     

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


 Um þjónustu stofnunarinnar við [einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu]  1) fer skv. 5. gr.      1) L. 115/2015, 15. gr.

    Í II. kafla laganna eru verkefni og starfssvið tilgreind. 4. gr. þessa kafla er eftirfarandi:
    II. kafli.  Verkefni og starfssvið.     

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


  4. gr.  Verkefni.     

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


 Stofnunin veitir þjónustu vegna hæfingar og endurhæfingar þeirra sem eru blindir eða sjónskertir, að undanskilinni frumgreiningu augnsjúkdóma, frumgreiningu á sjón og læknismeðferð.     

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


 Verkefni stofnunarinnar eru m.a.:     1. Greining, mat, ráðgjöf, kennsla og úthlutun hjálpartækja.     a. Greining á þörf fyrir hæfingu og endurhæfingu.     b. Starfrænt mat og sjónmat.     c. Mat á þörf og úthlutun sérhæfðra hjálpartækja sem ekki er úthlutað á vegum Tryggingastofnunar eða Heyrnar- og talmeinastöðvar.     d. Ráðgjöf um umhverfi, lýsingu og aðgengi.     e. Sálfræðiráðgjöf og félagsráðgjöf vegna aðstæðna sem tengjast fötluninni.     f. Skynfæraörvun, kennsla blindraleturs, umferliskennsla, kennsla í sjónbeitingu og kennsla í notkun hjálpartækja.     g. Útgáfa vottorða til staðfestingar á fötlun.     2. Yfirfærsla efnis.     Yfirfærsla efnis vegna náms, tómstunda eða starfa af svartletri yfir á blindraletur, stækkað letur, þreifiefni eða stafrænt form annað en hljóðbækur.     3. Stuðningur við nám á öllum skólastigum.     a. Ráðgjöf og námskeiðahald fyrir foreldra og starfsfólk menntastofnana um námsumhverfi og kennsluhætti.     b. Námsráðgjöf.     c. Sérhæfð kennsla.     d. Mat á þörf fyrir sérútbúið námsefni, svo sem þreifiefni, námsefni með stækkuðu letri, blindraletri eða á stafrænu formi.     4. Stuðningur við sjálfstæði í búsetu.     a. Þjálfun í athöfnum daglegs lífs.     b. Þjálfun í lífsleikni.     5. Stuðningur við atvinnuþátttöku.     a. Starfsráðgjöf.     b. Aðstoð og ráðgjöf vegna aðlögunar á nýjum vinnustað, t.d. varðandi umhverfi, umferlismál, hjálpartæki og fræðslu til samstarfsfólks.     6. Stuðningur til virkra tómstunda.    Þjálfun í félagsfærni og sjálfsstyrking.     7. Öflun og miðlun þekkingar og fræðslu.     a. Þátttaka í rannsóknum og þróunarverkefnum sem hafa það að markmiði að meta aðstæður blindra, sjónskertra og [einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu] 1) og bæta stöðu þeirra.     b. Þróun og viðhald þekkingarbrunns á sviði fötlunar vegna blindu og sjónskerðingar, og miðlun upplýsinga og fróðleiks á þessu sviði út í samfélagið.     

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


 Stofnunin skal vera til ráðgjafar og veita aðstoð almennum þjónustustofnunum og öðrum þeim sem veita þjónustu, svo sem á sviði heilbrigðis-, félags- og menntamála, sé þörf á sérfræðiþekkingu til að þeir geti ræktað hlutverk sitt gagnvart þeim sem eru blindir eða sjónskertir.     

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


 Stofnunin skal sinna fræðslu, ráðgjöf og leiðsögn við einstaklinga, nánustu aðstandendur þeirra og aðra sem eru að jafnaði í tengslum við blinda, sjónskerta og [einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu], 1) varðandi áhrif fötlunarinnar, viðeigandi þjálfun og úrræði.     

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


 Stofnuninni er heimilt að gera þjónustusamning við sveitarfélög um að annast fyrir þeirra hönd þjónustu sem þau bera ábyrgð á gagnvart blindum og sjónskertum einstaklingum.     

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


 Ráðherra getur með reglugerð 2) kveðið nánar á um framkvæmd verkefna samkvæmt ákvæði þessu.          1) L. 115/2015, 15. gr. 2) Rg. 233/2010.

    Í 5. gr. er þjónustan sem stofnunin veitir nánar skilgreind svo og í 6. gr. en þar er kveðið á um skyldu stofnunarinnar til að halda skrá yfir alla blinda og sjónskerta svo og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
    Þetta eru hin lögbundnu verkefni sem stofnunin hefur.


     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?
    Varðandi fjármögnun og eða kostnað við einstök verkefni þá eru þau ekki sundurliðuð á annan hátt en fram kemur í fjárlögum og síðan ársreikningi stofnunarinnar sem Fjársýsla ríkisins gerir og Ríkisendurskoðun fer yfir.
    Heildarframlag á fjárlögum fyrir árið 2019 eru 355,9 millj. kr.