Ferill 876. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1822  —  876. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna.


     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum sinnir Lánasjóður íslenskra námsmanna?
    Lánasjóður íslenskra námsmanna á sér stoð í lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nr. 21/1992, með áorðnum breytingum. Lögin falla úr gildi 1. júlí 2020 samhliða gildistöku nýrra laga um Menntasjóð námsmanna sem samþykkt voru á Alþingi 9. júní 2020.
    Samkvæmt 1. gr. laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nr. 21/1992, er hlutverk sjóðsins að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags. Sjóðurinn veitir lán til framhaldsnáms við skóla sem gera sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og gerðar eru til háskólanáms hérlendis. Sjóðnum er heimilt samkvæmt nánari úthlutunarreglum að veita námsmönnum námslán til aðfaranáms, allt að 60 stöðluðum framhaldsskólaeiningum, sé námið skipulagt af viðurkenndum háskóla og samþykkt af ráðherra, óháð því hvort námið fer fram innan háskóla eða innan viðurkennds skóla á framhaldsskólastigi á grundvelli samnings við viðurkenndan háskóla.

     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna lánasjóðsins og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?
    Heildarfjárheimild til Lánasjóðs íslenskra námsmanna samkvæmt fylgiriti fjárlaga fyrir árið 2020, sbr. auglýsingu nr. 1379/2019 í B-deild Stjórnartíðinda, er 4.157,8 millj. kr. Fjárveitingar eru ekki sundurliðaðar eftir lögbundnum verkefnum stofnana í fjárlögum. Eftirfarandi skipting á viðföng kemur fram í fylgiriti með fjárlögum:
     02-872               Lánasjóður íslenskra námsmanna 4.157,8
    02-872.101     Lánasjóður íslenskra námsmanna 4.157,8