Ferill 752. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1843  —  752. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni skattrannsóknarstjóra ríkisins.


     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum sinnir skattrannsóknarstjóri ríkisins?
    Kveðið er á um lögbundin verkefni skattrannsóknarstjóra ríkisins í 103. og 110. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, 39. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, 26. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, og 16. gr. laga um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996.

     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna skattrannsóknarstjóra ríkisins og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?
    Samkvæmt lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015, skal sýna skiptingu fjárheimilda eftir málefnasviðum og málaflokkum í fjárlögum og er kostnaði því deilt niður með þeim hætti í fjárlögum fremur en á hvert lögbundið verkefni. Starfsemi skattrannsóknarstjóra ríkisins fellur undir málaflokk 5.10 Skattar og innheimta og samkvæmt fylgiriti fjárlaga fyrir árið 2020 er fjárveiting til stofnunarinnar 414,1 millj. kr.