Ferill 759. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1850  —  759. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins.


     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum sinnir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins?
    Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins starfar samkvæmt lögum nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak, og reglugerðum þar sem kveðið er nánar á um verkefni og skyldur fyrirtækisins.

     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?
    Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er B-hluta stofnun sem fjármögnuð er með tekjum af vörusölu en ekki með framlögum í fjárlögum og kemur engin kostnaðarskipting starfseminnar fram þar.