Ferill 901. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1899  —  901. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni þjóðkirkjunnar og Biskupsstofu.


     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum sinna þjóðkirkjan og Biskupsstofa?
    Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, er kveðið á um að hin evangeliska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og að ríkisvaldið skuli að því leyti styðja hana og vernda. Lögbundin verkefni þjóðkirkjunnar og biskups Íslands eru fyrst og fremst tilgreind í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997.

     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna þjóðkirkjunnar og Biskupsstofu og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?
    Heildarfjárveiting til þjóðkirkjunnar, þ.m.t. til Biskupsstofu, samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020 er 3.737,700 millj. kr. Hvorki er í lögum um opinber fjármál, gildandi fjárlögum frá Alþingi, né í bókhaldi stofnana gert ráð fyrir að fjárreiður þeirra séu sundurgreindar eftir einstökum lögbundnum verkefnum.