Ferill 909. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1991  —  909. mál.




Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.


     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum sinnir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála?
    Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála starfar samkvæmt lögum nr. 130/2011 og hefur það hlutverk að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana og í ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála eftir því sem mælt er fyrir um í lögum á þessu sviði. Úrskurðarnefndin er sjálfstæð í störfum sínum.
    Upplýsingar um löggjöf á sviði umhverfis- og auðlindamála sem úrskurðarnefndin starfar eftir er að finna á heimasíðu nefndarinnar, www.uua.is.

     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?

    Heildarfjárheimild úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála samkvæmt fylgiriti fjárlaga fyrir árið 2020 er 145,5 millj. kr. Fjárheimildin er ætluð til að sinna verkefnum nefndarinnar en fjárheimildir stofnana eru ekki sundurliðaðar sérstaklega eftir lögbundnum verkefnum í fjárlögum.