Ferill 835. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2016  —  835. mál.




Svar


utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um ræstingarþjónustu.


     1.      Hvernig er ræstingu sinnt hjá ráðuneytinu og sendiskrifstofum? Óskað er sundurliðunar eftir ráðuneyti og sendiskrifstofum og að fram komi kostnaður árið 2019 þar sem þjónustan var aðkeypt og meðalfjöldi stöðugilda árið 2019 þar sem ræstingu er sinnt af starfsfólki á launaskrá.
    Í sendiskrifstofum Íslands í Moskvu, Brussel, Helsinki og Þórshöfn er ræstingu sinnt af starfsfólki á launaskrá. Í sendiskrifstofum í New York, Peking, Ottawa og Nýju-Delí er ræsting hluti leigugreiðslu, svo og hluti sameiginlegs rekstrarkostnaðar í fastanefnd í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Á aðalskrifstofu ráðuneytisins og í öðrum sendiskrifstofum er ræstingu sinnt með samningum við ræstingarþjónustu í verktöku. Það skal tekið fram að þar sem ræstingu er sinnt af starfsmanni í sendiskrifstofu er ekki um fullt starf að ræða á hverjum stað.

Yfirlit kostnaðar vegna ræstingarþjónustu á hverjum stað árið 2019 á verðlagi þess árs, í íslenskum krónum.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.






     2.      Á hvaða hátt tryggir verkkaupi að ekki sé um félagsleg undirboð að ræða í þeim tilvikum þegar ræstingu er útvistað?
    Ríkiskaup hafa annast útboð á ræstingu fyrir utanríkisráðuneytið vegna aðalskrifstofu ráðuneytisins. Með því er tryggt að fyrirkomulag innkaupa á þjónustunni sé í samræmi við reglur og lög um opinber innkaup. Í tilfelli sendiskrifstofa er umfang þessarar þjónustu alla jafna mjög lítið og fyrirkomulagi innkaupa þarf að haga í samræmi við staðhætti á hverjum stað. Engu að síður er í vinnureglum utanríkisráðuneytisins lögð áhersla á að leitað sé tilboða og farið sé að reglum sem um slík innkaup gilda á hverjum stað.

    Alls fóru 8 vinnustundir í að taka þetta svar saman.