Ferill 816. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2017  —  816. mál.




Svar


utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni ráðuneytisins.


     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum sinnir ráðuneytið?
    Í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, nr. 119/2018, með síðari breytingum, eru í 10. gr. talin upp þau málefni sem eru á starfssviði utanríkisráðuneytisins.

     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna ráðuneytisins og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?
    Kostnaði er ekki deilt niður á hvert lögbundið verkefni í fjárlögum, heldur er gerð grein fyrir fjárheimildum vegna hvers málefnasviðs og málaflokks. Utanríkisráðuneyti sinnir verkefnum á málefnasviði 04 Utanríkismál og 35 Alþjóðleg þróunarsamvinna. Fjárheimildir til verkefna ráðuneytisins eru samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020, sem hér segir, í milljónum króna:

04.10 Utanríkisþjónusta og stjórnsýsla utanríkismála 6.453,9
04.20 Utanríkisviðskipti 842,0
04.30 Samstarf um öryggis- og varnarmál 2.654,9
04.50 Samningsbundin framlög vegna fjölþjóðasamstarfs 2.634,4
35.10 Alþjóðleg þróunarsamvinna 5.917,5

    Alls fóru tvær vinnustundir í að taka þetta svar saman.