Ferill 996. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2073  —  996. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um uppgreiðslu lána vegna fasteignaviðskipta á Reykjanesi.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


     1.      Hverjir eru þeir fjárfestar og hver eru þau fyrirtæki sem greiddu upp 256 lán hjá Íbúðalánasjóði vegna fasteignaviðskipta á Reykjanesi á árunum 2016–2017 og hversu há lán endurgreiddi hver aðili?
     2.      Hversu hárri upphæð nam heildarendurgreiðslan?
     3.      Hver voru vaxtakjör lánanna?
     4.      Hversu mikið greiddu sömu aðilar til sjóðsins í uppgreiðslugjald af þessum lánum?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Vakin skal athygli á að það er afstaða forsætisnefndar að lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga taki ekki til birtingar Alþingis á svari ráðherra við fyrirspurn þingmanns, þar sem slíkt mál fellur undir undanþágu laganna um vinnslu upplýsinga sem fram fer í tengslum við störf Alþingis, sbr. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 90/2018.